Endurskoðandi Madoffs játar sekt 4. nóvember 2009 01:30 David Friehling Endurskoðandi stórsvikarans viðurkennir sekt sína.Nordicphotos/AFP David Friehling, sem um árabil hefur verið endurskoðandi bandaríska fjársvikarans Bernards Madoff, játaði í gær sekt sína fyrir dómara alríkisdómstóls á Manhattan. Dómarinn tók sér þó tíma til að ákveða hvort rétt væri að fallast á játninguna. Saksóknarar í málinu sögðust hafa reiknað með því að hann myndi játa sig sekan. Friehling er sakaður um verðbréfasvik og fleiri brot, sem samtals varða 108 ára fangelsi. Reynist sakborningurinn samvinnuþýður við réttarhöldin má þó búast við að refsingin verði mild. Saksóknararnir telja fullvíst að Friehling hafi vitað af Ponzi-svikamyllu Madoffs, sem talin er sú umfangsmesta í sögunni, enda hafði Friehling grandskoðað bókhaldið. Sjálfur sagði Friehling þó í gær við dómarann: „Ég gerði mér aldrei grein fyrir því að Bernard Madoff væri með Ponzi-svindl í gangi.“ Ponzi-svik ganga út á það að fjárfestum er greiddur arður með peningum sem nýir fjárfestar greiða, án þess að nokkur hagnaður hafi orðið. Fyrr eða síðar hlýtur slík svikamylla að hrynja, en upp komst um Madoff í desember í fyrra. Þá hafði hann stundað þennan leik í nærri tvo áratugi. Hann hlaut 150 ára fangelsisdóm í júní síðastliðnum.- gb Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
David Friehling, sem um árabil hefur verið endurskoðandi bandaríska fjársvikarans Bernards Madoff, játaði í gær sekt sína fyrir dómara alríkisdómstóls á Manhattan. Dómarinn tók sér þó tíma til að ákveða hvort rétt væri að fallast á játninguna. Saksóknarar í málinu sögðust hafa reiknað með því að hann myndi játa sig sekan. Friehling er sakaður um verðbréfasvik og fleiri brot, sem samtals varða 108 ára fangelsi. Reynist sakborningurinn samvinnuþýður við réttarhöldin má þó búast við að refsingin verði mild. Saksóknararnir telja fullvíst að Friehling hafi vitað af Ponzi-svikamyllu Madoffs, sem talin er sú umfangsmesta í sögunni, enda hafði Friehling grandskoðað bókhaldið. Sjálfur sagði Friehling þó í gær við dómarann: „Ég gerði mér aldrei grein fyrir því að Bernard Madoff væri með Ponzi-svindl í gangi.“ Ponzi-svik ganga út á það að fjárfestum er greiddur arður með peningum sem nýir fjárfestar greiða, án þess að nokkur hagnaður hafi orðið. Fyrr eða síðar hlýtur slík svikamylla að hrynja, en upp komst um Madoff í desember í fyrra. Þá hafði hann stundað þennan leik í nærri tvo áratugi. Hann hlaut 150 ára fangelsisdóm í júní síðastliðnum.- gb
Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira