Yfir 50 breskar krár loka í hverri viku vegna kreppunnar 22. júlí 2009 10:39 Fjármálakreppan hefur leikið Breta svo grátt að fleiri og fleiri þeirra velja nú að drekka heima hjá sér fremur en á kránni. Þetta hefur valdið því að rúmlega 50 breskar krár loka nú og hætta rekstri í hverri viku. Samkvæmt upplýsingum frá samtökum kráareigenda í Bretlandi (BBPA) eru lokanir á krám núna orðnar þriðjungi fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í sögu samtakanna. Það eru einkum hefðbundnar litlar hverfiskrár sem verða fyrir barðinu á kreppunni en stærri staðir sem bjóða einnig upp á matsölu standa betur, þó ekki muni miklu. Fastagestir hverfiskránna eru hinsvegar horfnir af vettvangi í miklum mæli. Talsmaður BBPA segir að kreppan sé ástæðan fyrir þessari þróun. „Færra fólk fer út að skemmta sér en áður og færri kaupa sér ölglas eða drykk á krám eða börum," segir talsmaðurinn. Þótt krárnar reyni hvað þær geta til að aðlaga sig að nýjum tímum bendir talsmaðurinn á að hverfiskrá í smábæ eigi aldrei möguleika á því að verða eftirsótt krá í stórborg. Á síðasta ári, áður en kreppan varð alvarleg, fækkaði krám á Bretlandseyjum um 2.400. Um síðustu áramót voru rúmlega 53.000 krár starfandi í landinu. Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fjármálakreppan hefur leikið Breta svo grátt að fleiri og fleiri þeirra velja nú að drekka heima hjá sér fremur en á kránni. Þetta hefur valdið því að rúmlega 50 breskar krár loka nú og hætta rekstri í hverri viku. Samkvæmt upplýsingum frá samtökum kráareigenda í Bretlandi (BBPA) eru lokanir á krám núna orðnar þriðjungi fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í sögu samtakanna. Það eru einkum hefðbundnar litlar hverfiskrár sem verða fyrir barðinu á kreppunni en stærri staðir sem bjóða einnig upp á matsölu standa betur, þó ekki muni miklu. Fastagestir hverfiskránna eru hinsvegar horfnir af vettvangi í miklum mæli. Talsmaður BBPA segir að kreppan sé ástæðan fyrir þessari þróun. „Færra fólk fer út að skemmta sér en áður og færri kaupa sér ölglas eða drykk á krám eða börum," segir talsmaðurinn. Þótt krárnar reyni hvað þær geta til að aðlaga sig að nýjum tímum bendir talsmaðurinn á að hverfiskrá í smábæ eigi aldrei möguleika á því að verða eftirsótt krá í stórborg. Á síðasta ári, áður en kreppan varð alvarleg, fækkaði krám á Bretlandseyjum um 2.400. Um síðustu áramót voru rúmlega 53.000 krár starfandi í landinu.
Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira