Erlent

Kanada ásælist Norðurpólinn

Kanadamenn hafa skipulagt viðamiklar heræfingar við Norður heimskautið á næstunni en æfingarnar eru sagðar vera liður í þeirri viðleitni Kanadamanna að minna á sig og tilkall sitt til svæðisins en margir renna nú hýru auga til svæðisins og þeirra auðlinda sem það hefur að geyma.

Forsætisráðherra landsins mun taka þátt í æfingunum síðar í vikunni en stjórn hans hefur haft tilkall til svæðisins á stefnuskrá sinni. Danir og Rússar meðal annara hafa einnig gert tilkall til svæðanna og skemmst er að minnast þess þegar Rússar flögguðu þjóðfána sínum á hafsbotni á Norðurpólnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×