Mótanefnd KKÍ leyfir ekki að færa leik Snæfells og Hamars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2009 17:30 Það mun reyna mikið á Hamarsmenn um helgina því þeir spila útileiki á föstudegi og sunnudegi. Mynd/Valli Leikur Snæfells og Hamars í Subwaybikar karla fer fram í Stykkishólmi klukkan 19.15 á sunnudagskvöldið kemur þrátt fyrir að bæði félög hafi óskað eftir því að leikurinn yrði færður yfir á mánudaginn. Mótanefnd KKÍ leyfir ekki að færa leikinn um einn sólarhring. Hamarsliðið á leik á föstudaginn á móti Stjörnunni en Snæfell spilar við Njarðvík á heimavelli í kvöld. Hamarsmenn fá því aðeins eins dags hvíld á milli tveggja útileikja sem forráðamenn liðsins eru ekki ánægðir með. Þjálfari Hamarsliðsins, Ágúst Björgvinsson, er síðan einnig að þjálfa kvennalið félagsins sem mætir KR í DHL-höllinni í Subwaybikar kvenna á sama tíma og karlaleikurinn fer fram. Snæfellingar voru tilbúnir að koma til móts við Hamar í vandræðum þeirra þar sem þjálfarinn Ágúst Björgvinsson gat ekki verið á tveimur stöðum í einu. Mótanefnd KKÍ hafnaði hinsvegar beiðni félaganna og því þarf Ágúst eftir sem áður að velja á milli hvort hann stjórni karlaliðinu á móti Snæfelli eða kvennaliðinu á móti KR. Úrskurður mótanefndar í málinu: Mótanefnd telur ekki tilefni á færslu leiks Snæfells og Hamars. Ávallt þegar raðað er niður bikarleikjum á miðju tímabili hefur heimalið töluvert mikið um það að segja hvenær spilað er enda ráða þau yfir íþróttahúsunum. Ein af meginforsendum við niðurröðun er að reyna koma því við að ef félag er með tvo meistaraflokka í keppninni að þeir leika ekki á sama tíma. Þegar leikjum Hamars var raðað niður vildu heimaliðin bæði leika á sama tíma s.s. sunnudaginn 6. des kl. 19.15. Við þær aðstæður var augljóst að meistaraflokkar Hamars myndu leika á sama tíma. Það kemur mörgum sinnum fyrir yfir veturinn að félög óski sameiginlega um að fresta leikjum en þar sem að mótahald körfuknattleikssambandsins er viðamikið og stórt er því mikilvægt að það sé festa í mótahaldinu og gangi sem best. Á þeim forsendum hafnaði mótanefnd beiðninni um frestun. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Leikur Snæfells og Hamars í Subwaybikar karla fer fram í Stykkishólmi klukkan 19.15 á sunnudagskvöldið kemur þrátt fyrir að bæði félög hafi óskað eftir því að leikurinn yrði færður yfir á mánudaginn. Mótanefnd KKÍ leyfir ekki að færa leikinn um einn sólarhring. Hamarsliðið á leik á föstudaginn á móti Stjörnunni en Snæfell spilar við Njarðvík á heimavelli í kvöld. Hamarsmenn fá því aðeins eins dags hvíld á milli tveggja útileikja sem forráðamenn liðsins eru ekki ánægðir með. Þjálfari Hamarsliðsins, Ágúst Björgvinsson, er síðan einnig að þjálfa kvennalið félagsins sem mætir KR í DHL-höllinni í Subwaybikar kvenna á sama tíma og karlaleikurinn fer fram. Snæfellingar voru tilbúnir að koma til móts við Hamar í vandræðum þeirra þar sem þjálfarinn Ágúst Björgvinsson gat ekki verið á tveimur stöðum í einu. Mótanefnd KKÍ hafnaði hinsvegar beiðni félaganna og því þarf Ágúst eftir sem áður að velja á milli hvort hann stjórni karlaliðinu á móti Snæfelli eða kvennaliðinu á móti KR. Úrskurður mótanefndar í málinu: Mótanefnd telur ekki tilefni á færslu leiks Snæfells og Hamars. Ávallt þegar raðað er niður bikarleikjum á miðju tímabili hefur heimalið töluvert mikið um það að segja hvenær spilað er enda ráða þau yfir íþróttahúsunum. Ein af meginforsendum við niðurröðun er að reyna koma því við að ef félag er með tvo meistaraflokka í keppninni að þeir leika ekki á sama tíma. Þegar leikjum Hamars var raðað niður vildu heimaliðin bæði leika á sama tíma s.s. sunnudaginn 6. des kl. 19.15. Við þær aðstæður var augljóst að meistaraflokkar Hamars myndu leika á sama tíma. Það kemur mörgum sinnum fyrir yfir veturinn að félög óski sameiginlega um að fresta leikjum en þar sem að mótahald körfuknattleikssambandsins er viðamikið og stórt er því mikilvægt að það sé festa í mótahaldinu og gangi sem best. Á þeim forsendum hafnaði mótanefnd beiðninni um frestun.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira