Körfubolti

Ingibjörg með slitin krossbönd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingibjörg Jakobsdóttir, bakvörður Grindavíkur og landsliðskona.
Ingibjörg Jakobsdóttir, bakvörður Grindavíkur og landsliðskona. Mynd/ÓskarÓ
Ingibjörg Jakobsdóttir, bakvörður Grindavíkur í Iceland Express deild kvenna, verður ekkert meira með á tímabilinu eftir að ljóst varð að hún hafði slitið krossbönd í leik á móti Haukum á dögunum. Ingibjörg hafði ekkert verið með í síðustu tveimur leikjum vegna meiðslanna.Ingibjörg er 19 ára gömul og á að baki tólf A-landsleiki. Hún var með 5,0 stig og 3,3 stoðsendingar að meðaltali í deildinni en var búin að bæta sinn leik eftir rólega byrjun. Ingibjörg hafði hækkað meðaltöl sín upp í 7,8 stig og 4,3 stoðsendingar í nóvember og átti mikið í bættum leik Grindavíkurliðsins.Ingibjörg er þriðji bakvörður Grindavíkur fædd árið 1990 sem slítur krossbönd en hinar tvær, Íris Sverrisdóttir og Alma Rut Garðarsdóttir, hafa báðar komið til baka og eru nú að spila með Grindavíkurliðinu.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.