Erlent

Flokksbræður hakka Söru Palin

Óli Tynes skrifar
Sara Palin.
Sara Palin.

Sjálfævisaga Söru Palin fær ekki góða dóma hjá gagnrýnendum í Bandaríkjunum. Þessi fyrrverandi ríkisstjóri í Alaska og frambjóðandi í embætti varaforseta er sögð bera á borð lygar og hugaróra.

Flokksbræður hennar í Republikanaflokknum eru kannski harðorðastir um bókina. Það eru enda þeir sem eru helstu skotmörk hennar. Ekki síst þeir sem stjórnuðu kosningabaráttu Johns McCain.

Hún segir að þeir hafi reynt að múlbinda sig og halda sér frá fjölmiðlum. Það segja stjórnendurnir að sé helber lygi. Fjölmiðlar fá einnig sinn skammt frá Alaskafrúnni.

Palin sagði af sér embætti ríkisstjóri fyrr á þessu ári. Þá hófust þegar vangaveltur um að hún ætlaði að hella sér út í landspólitíkina og gefa jafnvel kost á sér í næstu forsetakosningum.

Bob Schieffer álitsgjafi hjá CBS fréttastofunni sagði að líklega muni Palin selja margar margar bækur. Líklega hafi hún þó með bók sinni skrifað sig endanlega út úr bandarískum stjórnmálum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×