Erlent

Framtíð Afganistan rædd í Haag

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hillary Clinton.
Hillary Clinton. MYND/AFP/Getty Images

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, útilokar ekki að hún muni funda með írönskum ráðamönnum um samskipti Írans og Afganistans á ráðstefnu í Haag í Hollandi í dag. Fulltrúar 80 ríkja munu sækja ráðstefnuna og fjalla þar um hvernig veita megi Afgönum stuðning við að endurreisa stjórn landsins, meðal annars með aðstoð herafla frá Bandaríkjunum en Barack Obama Bandaríkjaforseti hyggst senda 4.000 hermenn til Afganistan til að þjálfa her og lögreglu landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×