Erlent

95 ára aldursmunur brúðhjóna

Óli Tynes skrifar

Mörghundruð brúðkaupsgestir voru til staðar þegar Ahmed Dore gekk að eiga Safíu Abdulleh í bænum Guriceel í Sómalíu.

Brúðguminn er að eigin sögn 112 ára gamall en brúðurin 17 ára. Aldursmunurinn er því níutíu og fimm ár.

Ahmed á þegar 18 börn með fimm eiginkonum og hann segist vilja eignast fleiri með Safíu. Fréttaritari BBC í Sómalíu hefur eftir foreldrum brúðarinnar að hún sé sæl með eiginmanninn.

Ahmed segir að hann hafi ekki neytt Safíu til ráðahagsins heldur hafi hann notað reynslu sína til þess að sannfæra hana um ást sína. Svo hafi þau ákveðið að giftast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×