Erlent

Mannskæð sprengjuárás í Bagdad

Mynd/AP
Mynd/AP Mynd/AP
Tvær sprengjur sprungu á sama tíma í kvöld við vinsælan veitingastað í hverfi shíta múslima í austurhluta Bagdad, höfuðborg Íraks. Að minnsta kosti sex féllu og á þriðja tug særðust í árásinni.

Frá því að Bandaríkjamenn byrjuðu að draga herlið sitt heim frá Írak hafa sprengjuárásir öfgamanna verið tíðar í landinu. Flestar árásirnar hafa beinst gegn shíta múslimum.

Ofbeldishrinan hefur vakið upp spurningar hvort að öryggissveitir Íraka geti staðið undir nafni og tryggt öryggi landsmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×