Hústökur skoðaðar í dómsmálaráðuneyti 4. júlí 2009 05:00 Hústaka við vatnsstíg fréttablaðið/pjetur Í dómsmálaráðuneytinu er verið að kanna hvernig lög um hústökur eru í nágrannalöndunum, segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra. Enn hefur lítið sem ekkert fundist sem gefur tilefni til að endurskoða íslensk lög, en nokkuð hefur borið á hústökum síðan í bankahruninu. „Við erum búin að kanna það hvort um þetta sé lagaumgjörð á Norðurlöndum, en svo virðist ekki vera. Það sem við höfum fundið er að stundum er heimiluð hústaka í hernaðartilgangi, eða heimiluð hústaka ólæstra húsa, sem kallað er „squatting“, segir hún. Ekkert hafi fundist um slík lög í Hollandi og Bretlandi, en þar munu ákveðnar gerðir hústöku vera leyfðar. „Það virðist frekar djúpt á þessu í lögunum,“ segir Ragna. Spurð um pólitíska afstöðu til þessa, í ljósi þess að tóm hús grotna um víða borg, segist Ragna telja að borgaryfirvöld ættu að skoða það í samvinnu við ráðuneytið, vandamálið snúi að báðum; húsin séu í niðurníðslu og brotist sé inn í þau. „Ef þetta snýst um það að hús séu að grotna niður, þá segir það sig sjálft að það er ekki mál fyrir dómsmálaráðuneytið. Það væri frekar mál ráðuneytisins þegar hópur manna fer inn í hús sem einhver á og í óleyfi. En málið myndi horfa öðruvísi við ef eigandinn leyfði það. Hvert er þá viðhorf hans til hústökunnar? Svo er spurning hvort borgin og skipulagsyfirvöld vilja gera eitthvað til að hindra niðurníðslu,“ segir Ragna. Skammt er liðið frá hústöku við Vatnsstíg, þar sem ónotað hús var gert upp og hústökufólkið bauð upp á ýmsa þjónustu við almenning, þangað til lögreglan kom og henti fólkinu út, handtók suma og stórskemmdi um leið húsið. „Punkturinn í því máli er sá að þar er það eigandinn sem sættir sig ekki við að einhver sé í húsinu hans, eins og þetta horfir við mér,“ segir Ragna. Hún var þá spurð um rök ýmissa hústökumanna, um hvort ekki mætti líta til almannahagsmuna og láta þá koma á undan hagsmunum manns sem skemmir hús með því að halda því tómu. „Spurningin er sú hvort það sé einhver almannahætta af starfseminni, maður getur haft göfugar hugsjónir og góðan tilgang en getur maður þess vegna farið inn í annarra manna hús? Og ef þú átt hús, er þá skylda fyrir þig að nýta það eða ekki? Hversu langt nær eignarrétturinn? Nær hann ekki til þess að þú getir ráðstafað þinni eign eins og þú vilt? En á móti koma þessi umhverfissjónarmið,“ segir Ragna. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Í dómsmálaráðuneytinu er verið að kanna hvernig lög um hústökur eru í nágrannalöndunum, segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra. Enn hefur lítið sem ekkert fundist sem gefur tilefni til að endurskoða íslensk lög, en nokkuð hefur borið á hústökum síðan í bankahruninu. „Við erum búin að kanna það hvort um þetta sé lagaumgjörð á Norðurlöndum, en svo virðist ekki vera. Það sem við höfum fundið er að stundum er heimiluð hústaka í hernaðartilgangi, eða heimiluð hústaka ólæstra húsa, sem kallað er „squatting“, segir hún. Ekkert hafi fundist um slík lög í Hollandi og Bretlandi, en þar munu ákveðnar gerðir hústöku vera leyfðar. „Það virðist frekar djúpt á þessu í lögunum,“ segir Ragna. Spurð um pólitíska afstöðu til þessa, í ljósi þess að tóm hús grotna um víða borg, segist Ragna telja að borgaryfirvöld ættu að skoða það í samvinnu við ráðuneytið, vandamálið snúi að báðum; húsin séu í niðurníðslu og brotist sé inn í þau. „Ef þetta snýst um það að hús séu að grotna niður, þá segir það sig sjálft að það er ekki mál fyrir dómsmálaráðuneytið. Það væri frekar mál ráðuneytisins þegar hópur manna fer inn í hús sem einhver á og í óleyfi. En málið myndi horfa öðruvísi við ef eigandinn leyfði það. Hvert er þá viðhorf hans til hústökunnar? Svo er spurning hvort borgin og skipulagsyfirvöld vilja gera eitthvað til að hindra niðurníðslu,“ segir Ragna. Skammt er liðið frá hústöku við Vatnsstíg, þar sem ónotað hús var gert upp og hústökufólkið bauð upp á ýmsa þjónustu við almenning, þangað til lögreglan kom og henti fólkinu út, handtók suma og stórskemmdi um leið húsið. „Punkturinn í því máli er sá að þar er það eigandinn sem sættir sig ekki við að einhver sé í húsinu hans, eins og þetta horfir við mér,“ segir Ragna. Hún var þá spurð um rök ýmissa hústökumanna, um hvort ekki mætti líta til almannahagsmuna og láta þá koma á undan hagsmunum manns sem skemmir hús með því að halda því tómu. „Spurningin er sú hvort það sé einhver almannahætta af starfseminni, maður getur haft göfugar hugsjónir og góðan tilgang en getur maður þess vegna farið inn í annarra manna hús? Og ef þú átt hús, er þá skylda fyrir þig að nýta það eða ekki? Hversu langt nær eignarrétturinn? Nær hann ekki til þess að þú getir ráðstafað þinni eign eins og þú vilt? En á móti koma þessi umhverfissjónarmið,“ segir Ragna.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira