Erlent

Tvíburaturnarnir koma til hafnar í New York

Óli Tynes skrifar
USS New York siglir til heimahafnar.
USS New York siglir til heimahafnar.

Nýjasta herskip bandaríska flotans, USS New York kom til heimahafnar í New York í gær. Stefni skipsins er byggt úr stáli sem tekið var úr rústum tvíburaturnanna eftir hryðjuverkaárásina árið 2001.

Skipið er 25 þúsund tonn. Það er ætlað til þess að flytja landgönguliða og búnað þeirra til vígvalla vítt og breitt um heiminn.

Skipinu var tekið með kostum og kynjum þegar það kom til hafnar í New York slökkviliðsbátar sprautuðu yfir það vatnsboga þegar það sigldi framhjá frelsisstyttunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×