Erlent

Tíu forystumenn Hamas handteknir

Nasser Shaer, fyrrum aðstoðarforsætisráðherra, er í hópi hinna handteknu.
Nasser Shaer, fyrrum aðstoðarforsætisráðherra, er í hópi hinna handteknu.

Ísraelskir hermenn handtóku tíu áhrifamenn úr Hamassamtökunum á Vesturbakka Palestínu í morgun. Meðal hinna handteknu voru fjórir þingmenn og Nasser Shaer, fyrrum aðstoðarforsætisráðherra Palestínu.

Tveir dagar eru síðan að samningaviðræður milli samtakanna og ísraelskra stjórnvalda um skipti á föngum lauk án niðurstöðu. Með handtökunum í morgun eru Ísraelar sagðir ætla að þrýsta á Hamas að samningaborðinu.

Ísraelar krefjast þess að hermanninum Gilad Shalit sem hefur verið í haldi Hamasliða á Gaza allt frá því í júní 2006. Ísraelar ætla ekki að aflétta aðflutningsbanni á svæðið fyrr en honum hefur verið sleppt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×