Kaupþing tapaði 37,5 milljörðum á kaupum Al-Thani 18. janúar 2009 18:51 Kaup hins konungsborna Al-Thani frá Katar á tuttugu og fimm milljarða króna hlut í Kaupþingi kostuðu bankann sjálfan 37,5 milljarða. Hvorki Al-Thani né vinur hans Ólafur Ólafsson, einn stærsti hluthafi Kaupþings, sem lánaði honum tólf og hálfan milljarð fyrir kaupunum, töpuðu krónu. Heimildir fréttastofu herma að Al-Thani hafi fengið helming verðmætis 5 prósenta hlutar í Kaupþingi, tólf og hálfan milljarð, lánaðan hjá Kaupþing án þess að leggja nokkur önnur veð fyrir láninu en bréfin sjálf. Hinn helminginn fékk hann lánaðan frá félagi í eigu góðvinar síns Ólafs Ólafssonar sem er skráð á Bresku Jómfrúareyjunum. Peningarnir sem Ólafur lagði Al-Thani til komu þó ekki úr hans vasa. Skömmu áður en Ólafur lánaði Al-Thani umræddan tólf og hálfan milljarð keypti hann skuldabréf í Kaupþingi fyrir tuttugu og fimm milljarða af erlendum aðilum. Hann keypti bréfin á 50% undirverði sem þýðir að hann borgaði aðeins tólf og hálfan milljarð fyrir bréfin. Fljótlega á eftir seldi Ólafur, sem var annar stærsti hluthafinn í Kaupþingi, skuldabréfin til Kaupþings fyrir tuttugu og fimm milljarða. Ekki hefur fengist skýrt hvers vegna Kaupþing greiddi helmingi hærra verð fyrir skuldabréfin heldur en Ólafur greiddi sjálfur skömmu áður. Þessi viðskipti skiluðu Ólafi hagnaði upp á tólf og hálfan milljarð. Þeir peningar voru síðan lánaðir til Al-Thani. Katarbúinn lagði því aldrei krónu í tuttugu og fimm milljarða viðskipti sín með bréfin í Kaupþingi. Hann tapar því engu þótt milljarðarnir tuttugu fimm hafi gufað upp þegar Kaupþing féll níunda október síðastliðinn. Ólafur Ólafsson tapar heldur ekki krónu jafnvel þótt hann lánað Al-Thani tólf og hálfan milljarð. Þá upphæð fékk hann gefins í skuldabréfaviðskiptum við Kaupþing. Eftir situr Kaupþing með veð í verðlausum bréfum og tuttugu og fimm milljarða skuldabréf í eigin banka sem er einnig verðlaust. Tap bankans nemur 37,5 milljörðum. Hinn 15. janúar fullyrti Telma Halldórsdóttir umboðsmaður Al-Thani á Íslandi við fréttamann Stöðvar tvö, að hann hafi greitt Kaupþingi rúma 13 milljarða króna skömmu fyrir hrun Kaupþings og sýndi hluta kvittunar því til staðfestingar, en þetta hefur ekki endanlega verið staðfest. Ef þetta er rétt er tap bankans væntanlega þeim mun lægra. Mest lesið Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fleiri fréttir Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Sjá meira
Kaup hins konungsborna Al-Thani frá Katar á tuttugu og fimm milljarða króna hlut í Kaupþingi kostuðu bankann sjálfan 37,5 milljarða. Hvorki Al-Thani né vinur hans Ólafur Ólafsson, einn stærsti hluthafi Kaupþings, sem lánaði honum tólf og hálfan milljarð fyrir kaupunum, töpuðu krónu. Heimildir fréttastofu herma að Al-Thani hafi fengið helming verðmætis 5 prósenta hlutar í Kaupþingi, tólf og hálfan milljarð, lánaðan hjá Kaupþing án þess að leggja nokkur önnur veð fyrir láninu en bréfin sjálf. Hinn helminginn fékk hann lánaðan frá félagi í eigu góðvinar síns Ólafs Ólafssonar sem er skráð á Bresku Jómfrúareyjunum. Peningarnir sem Ólafur lagði Al-Thani til komu þó ekki úr hans vasa. Skömmu áður en Ólafur lánaði Al-Thani umræddan tólf og hálfan milljarð keypti hann skuldabréf í Kaupþingi fyrir tuttugu og fimm milljarða af erlendum aðilum. Hann keypti bréfin á 50% undirverði sem þýðir að hann borgaði aðeins tólf og hálfan milljarð fyrir bréfin. Fljótlega á eftir seldi Ólafur, sem var annar stærsti hluthafinn í Kaupþingi, skuldabréfin til Kaupþings fyrir tuttugu og fimm milljarða. Ekki hefur fengist skýrt hvers vegna Kaupþing greiddi helmingi hærra verð fyrir skuldabréfin heldur en Ólafur greiddi sjálfur skömmu áður. Þessi viðskipti skiluðu Ólafi hagnaði upp á tólf og hálfan milljarð. Þeir peningar voru síðan lánaðir til Al-Thani. Katarbúinn lagði því aldrei krónu í tuttugu og fimm milljarða viðskipti sín með bréfin í Kaupþingi. Hann tapar því engu þótt milljarðarnir tuttugu fimm hafi gufað upp þegar Kaupþing féll níunda október síðastliðinn. Ólafur Ólafsson tapar heldur ekki krónu jafnvel þótt hann lánað Al-Thani tólf og hálfan milljarð. Þá upphæð fékk hann gefins í skuldabréfaviðskiptum við Kaupþing. Eftir situr Kaupþing með veð í verðlausum bréfum og tuttugu og fimm milljarða skuldabréf í eigin banka sem er einnig verðlaust. Tap bankans nemur 37,5 milljörðum. Hinn 15. janúar fullyrti Telma Halldórsdóttir umboðsmaður Al-Thani á Íslandi við fréttamann Stöðvar tvö, að hann hafi greitt Kaupþingi rúma 13 milljarða króna skömmu fyrir hrun Kaupþings og sýndi hluta kvittunar því til staðfestingar, en þetta hefur ekki endanlega verið staðfest. Ef þetta er rétt er tap bankans væntanlega þeim mun lægra.
Mest lesið Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fleiri fréttir Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Sjá meira