Greining: Ólíklegt að lánshæfismatið á ríkissjóði lækki 29. október 2009 12:14 Greining Íslandsbanka telur ólíklegt að alþjóðleg matsfyrirtæki muni lækka lánshæfismatið á ríkissjóði frekar en orðið er. Fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt eru einkunnir ríkissjóðs hæstar í bókum Moody´s, þ.e. Baa1, sem er tveimur þrepum ofar en einkunnir hans, þ.e. BBB-, hjá Fitch, S&P og R&I. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að töluverð óvissa hefur verið um hver þróun lánshæfismats íslenska ríkissjóðsins geti orðið næsta kastið og þá sérstaklega sökum þess að lánshæfiseinkunnir hans hafa verið á neikvæðum horfum eða til athugunar með neikvæðum vísbendingum í bókum matsfyrirtækjanna allt frá því í lok síðasta árs. Neikvæðar horfur um einkunnir eða að þær séu til athugunar með neikvæðum vísbendingum gefa til kynna að líkur eru á að lánshæfiseinkunnir komi til með að verða lækkaðar. Lítið hefur heyrst frá matsfyrirtækjunum S&P eða R&I frá því að þau lækkuðu lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs á síðasta ári. Hins vegar hafa bæði Moody´s og Fitch sent frá sér tilkynningar og staðfest óbreytt mat á árinu. Út frá umfjöllun matsfyrirtækjanna má ráða að þau hafi einna helst haft áhyggjur af hinni miklu óvissu sem hér hefur ríkt í efnahagsmálum. Þeir þættir sem fyrirtækin hafa m.a. nefnt í þessu samhengi er hvernig stjórnvöldum tekst til með að skapa forsendur fyrir stöðugleika krónunnar, afnema þau gjaldeyrishöft sem komið var á fyrir áramót, með að endurreisa bankakerfið og síðast en ekki síst Icesave samkomulagið. Eins og kunnugt er hefur nú þegar náðst samkomulag við Breta og Hollendinga um Icesave og hefur samkomulagið hrint af stað atburðarrás sem kemur til með að hafa veruleg áhrif á lánshæfismat ríkissjóðs. Má hér nefna samþykkt AGS á fyrstu endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands og fyrsta skref í átt að afnema gjaldeyrishöft. Fyrir næstkomandi laugardag mun enn frekar draga úr óvissu en þá mun liggja fyrir hvort að skilanefnd Kaupþings, fyrir hönd kröfuhafa, taki þann kost að eignast 87% hlutafjár í Nýja Kaupþingi. Erlend eignaraðild í bankakerfinu mun hafa jákvæð áhrif á lánshæfismat ríkissjóðs. Eins og kunnugt er þá tilkynnti skilanefnd Glitnis, fyrir hönd kröfuhafa, nýverið ákvörðun sína að nýta sér ákvæði í samningi við íslenska ríkið og eignast 95% hlutafjár Íslandsbanka. „Af ofangreindu má sjá að um þessar mundir á sér stað röð atburða sem koma til með að draga verulega úr óvissu um ýmis mikilvæg málefni sem matsfyrirtækin leggja áherslu á í lánshæfismatsferlinu. Má því ætla að þau fari að láta í sér heyra um stöðu ríkissjóðs og þar með lánshæfieinkunn hans. Ætla má að tónninn hjá þeim verði frekar jákvæðari en áður og teljum við ólíklegt að matsfyrirtækin lækki lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs frekar," segir í Morgunkorninu. Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Greining Íslandsbanka telur ólíklegt að alþjóðleg matsfyrirtæki muni lækka lánshæfismatið á ríkissjóði frekar en orðið er. Fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt eru einkunnir ríkissjóðs hæstar í bókum Moody´s, þ.e. Baa1, sem er tveimur þrepum ofar en einkunnir hans, þ.e. BBB-, hjá Fitch, S&P og R&I. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að töluverð óvissa hefur verið um hver þróun lánshæfismats íslenska ríkissjóðsins geti orðið næsta kastið og þá sérstaklega sökum þess að lánshæfiseinkunnir hans hafa verið á neikvæðum horfum eða til athugunar með neikvæðum vísbendingum í bókum matsfyrirtækjanna allt frá því í lok síðasta árs. Neikvæðar horfur um einkunnir eða að þær séu til athugunar með neikvæðum vísbendingum gefa til kynna að líkur eru á að lánshæfiseinkunnir komi til með að verða lækkaðar. Lítið hefur heyrst frá matsfyrirtækjunum S&P eða R&I frá því að þau lækkuðu lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs á síðasta ári. Hins vegar hafa bæði Moody´s og Fitch sent frá sér tilkynningar og staðfest óbreytt mat á árinu. Út frá umfjöllun matsfyrirtækjanna má ráða að þau hafi einna helst haft áhyggjur af hinni miklu óvissu sem hér hefur ríkt í efnahagsmálum. Þeir þættir sem fyrirtækin hafa m.a. nefnt í þessu samhengi er hvernig stjórnvöldum tekst til með að skapa forsendur fyrir stöðugleika krónunnar, afnema þau gjaldeyrishöft sem komið var á fyrir áramót, með að endurreisa bankakerfið og síðast en ekki síst Icesave samkomulagið. Eins og kunnugt er hefur nú þegar náðst samkomulag við Breta og Hollendinga um Icesave og hefur samkomulagið hrint af stað atburðarrás sem kemur til með að hafa veruleg áhrif á lánshæfismat ríkissjóðs. Má hér nefna samþykkt AGS á fyrstu endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands og fyrsta skref í átt að afnema gjaldeyrishöft. Fyrir næstkomandi laugardag mun enn frekar draga úr óvissu en þá mun liggja fyrir hvort að skilanefnd Kaupþings, fyrir hönd kröfuhafa, taki þann kost að eignast 87% hlutafjár í Nýja Kaupþingi. Erlend eignaraðild í bankakerfinu mun hafa jákvæð áhrif á lánshæfismat ríkissjóðs. Eins og kunnugt er þá tilkynnti skilanefnd Glitnis, fyrir hönd kröfuhafa, nýverið ákvörðun sína að nýta sér ákvæði í samningi við íslenska ríkið og eignast 95% hlutafjár Íslandsbanka. „Af ofangreindu má sjá að um þessar mundir á sér stað röð atburða sem koma til með að draga verulega úr óvissu um ýmis mikilvæg málefni sem matsfyrirtækin leggja áherslu á í lánshæfismatsferlinu. Má því ætla að þau fari að láta í sér heyra um stöðu ríkissjóðs og þar með lánshæfieinkunn hans. Ætla má að tónninn hjá þeim verði frekar jákvæðari en áður og teljum við ólíklegt að matsfyrirtækin lækki lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs frekar," segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira