Viðskipti innlent

Seðlabankinn aftur með inngrip á gjaldeyrismarkaði

Seðlabankinn var aftur með inngrip á gjaldeyrismarkaði í gærdg en bankinn hefur ekki staðið að slíku í um það bil mánuð.

Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að óverulegar breytingar hafi orðið á gengisvísitölu krónunnar í gær, en Seðlabankinn fór þá tvívegis inn á gjaldeyrismarkaðinn eftir um mánaðarhlé.

Miðgengi evrunnar er nú 183,83 kr. samanborið við 184,51 kr. í fyrradag (0,4% lækkun) og gengi bandaríkjadals 122,79 kr. samanborið við 123,51 kr. (0,6% lækkun).










Fleiri fréttir

Sjá meira


×