Handbolti

Hannover-Burgdorf í vondum málum eftir fyrri leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hannes Jón Jónsson.
Hannes Jón Jónsson. Mynd/Pjetur

Hannes Jón Jónsson og Heiðmar Felixson skoruðu saman tíu mörk þegar lið þeirra TSV Hannover-Burgdorf tapaði með sjö mörkum, 24-31, í fyrri leik sínum á móti TSG Friesenheim í baráttunni um að komast upp í þýsku bundesliguna.

Hannes Jón Jónsson var markahæstur í liði Hannover-Burgdorf með sex mörk þar af komu tvö þeirra úr vítum. Heiðmar Felixson skoraði 4 mörk. Íslandsvinirnir Robertas Pauzuolis og Andrius Stelmokas spila einnig með liðinu en náðu sér ekki á strik.

Pauzuolis skoraði tvö mörk og fékk rauða spjaldið fyrir þrjár brottvísanir og Stelmokas komst ekki á blað. Seinni leikurinn er síðan á heimavelli Hannover-Burgdorf.

Það lið sem hefur betur í þessum tveimur viðureignum mætir liðinu sem endar í þriðja neðsta sæti í úrvalsdeildinni. Þar verður spilað upp á laust sæti í bundesligunni á næsta tímabili.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×