Erlent

Aukið öryggi opnar á möguleika um frekari aðstoð

Richard Holbrooke, sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar í Pakistan í dag. Mynd/AP
Richard Holbrooke, sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar í Pakistan í dag. Mynd/AP
Árangur Pakistana í að ná til baka lykillandssvæðum af Talibönum gefur þeim frekara svigrúm til viðræðna við Bandaríkjamenn um orku og efnahagsmál. Þetta sagði sérstakur erindreki Bandaríkjastjórnar í heimsókn sinni til Pakistans í dag.

Richard Holbrooke, sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar, sagði í heimsókn sinni til Pakistans í dag að hann vonast til þess að þeir 100 þúsunda flóttamanna sem flúðu svæði undir stjórn Talibana, geti nú snúið til baka. Pakistan sé öruggara nú en áður eftir að leiðtogi Talibana, Baitullah Mehsud, féll í árás bandarísku leyniþjónustunnar 5. ágúst síðastliðinn.

Aukið öryggi opni á frekari möguleika Bandaríkjanna að aðstoða þau svæði sem verst hafa orðið úti. Bæta þurfi efnahagsástandið auk þess sem koma þurfi á rafmagni, en milljónir manna búa við rafmagnsleysi í Pakistan.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa lengi þrýst á yfirvöld í Pakistan um að taka á vígamönnum við landamæri Afganistans. Talið er að Talibanar frá Pakistan skýli leiðtogum Al Kaída hryðjuverkasamtakanna og aðstoði um leið við árásir á bandaríska hermenn sem eiga leið um landamærin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×