Cimber Sterling sparar lakkið og lendir í vandræðum 6. október 2009 11:03 Flugfélagið Cimber Sterling hefur ítrekað lent í því á alþjóðaflugvöllum að fá ekki afgreitt eldsneyti á vélar sínar þar sem þær eru enn merktar í litum og með nafni hins gjaldþrota Sterling flugfélags. „Það er ekki auðvelt að fljúga með nafn og lógó gjaldþrota flugfélags í meters háum stöfum á flugvélaskrokknum," segir í umfjöllun Jyllands Posten um málið Eftir gjaldþrot Sterling fyrr í ár yfirtók Cimber reksturinn og nafn félagsins breyttist í Cimber Sterling. Með í yfirtökunni fylgdu sex af fyrrum farþegavélum Sterling. Cimber Sterling er nú að naga sig í handarbökin fyrir að hafa ekki lakkað, eða málað yfir Sterlingnöfnin og lógóin á skrokkum vélanna. Aðeins er búið að gera slík við eina af vélunum sex. Hið gjaldþrota Sterling skildi eftir sig ógreidda reikninga á flugvöllum víða um heiminn. Athugulir starfsmenn á þessum flugvöllum haf því tvisvar neitað að afgreiða vélarnar um eldsneyti og hefur þetta valdið töfum á brottförum þessara véla. „Við gátum að sjálfsögðu sýnt fram á að þetta voru okkar vélar en ekki frá Sterling Airways. Á endanum fengum við eldsneyti á þær en vegna fjármálakreppunnar er fólk orðið varfærið," segir Signe Thorup. „Því miður olli þetta töfum hjá farþegum okkar." Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Flugfélagið Cimber Sterling hefur ítrekað lent í því á alþjóðaflugvöllum að fá ekki afgreitt eldsneyti á vélar sínar þar sem þær eru enn merktar í litum og með nafni hins gjaldþrota Sterling flugfélags. „Það er ekki auðvelt að fljúga með nafn og lógó gjaldþrota flugfélags í meters háum stöfum á flugvélaskrokknum," segir í umfjöllun Jyllands Posten um málið Eftir gjaldþrot Sterling fyrr í ár yfirtók Cimber reksturinn og nafn félagsins breyttist í Cimber Sterling. Með í yfirtökunni fylgdu sex af fyrrum farþegavélum Sterling. Cimber Sterling er nú að naga sig í handarbökin fyrir að hafa ekki lakkað, eða málað yfir Sterlingnöfnin og lógóin á skrokkum vélanna. Aðeins er búið að gera slík við eina af vélunum sex. Hið gjaldþrota Sterling skildi eftir sig ógreidda reikninga á flugvöllum víða um heiminn. Athugulir starfsmenn á þessum flugvöllum haf því tvisvar neitað að afgreiða vélarnar um eldsneyti og hefur þetta valdið töfum á brottförum þessara véla. „Við gátum að sjálfsögðu sýnt fram á að þetta voru okkar vélar en ekki frá Sterling Airways. Á endanum fengum við eldsneyti á þær en vegna fjármálakreppunnar er fólk orðið varfærið," segir Signe Thorup. „Því miður olli þetta töfum hjá farþegum okkar."
Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira