Viðskipti innlent

Íbúðalánasjóður segir vanskilin vera 800 milljónir

Samkvæmt frétt sem birtist á Stöð 2 í gærkvöldi, 15. maí, og í hádegisfréttum Bylgjunnar sama dag, hefði mátt ætla að heildarvanskil af lánum Íbúðalánasjóðs væru 38 - 39 milljarðar króna. Það er fjarri lagi.

 

Lánsfjárhæðin sem slík er ekki skilgreind sem vanskil, heldur aðeins vanskilafjárhæðin sjálf, þ.e. ógreidd afborgun. Raunveruleg vanskil við Íbúðalánasjóð eru nú rúmar 800 milljónir króna.

 

Hlutfall 90 daga (3ja mánaða) vanskila af útlánum Íbúðalánasjóðs er nú 0,14%, en var 1. janúar sl. 0,10%. Ári áður, 1. janúar 2008, var þetta hlutfall 0,05%. Hlutfall vanskila af heildarútlánum fyrstu fjóra mánuði ársins er nær þrefalt hærra en á sama tíma í fyrra.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×