Ekki hlaupið að því að sanna tjónið 27. ágúst 2009 04:00 Ábyrgð Erfitt getur reynst að sækja mál gegn starfsmönnum fyrirtækja, þar sem fyrirtækin eru oft talin bera ábyrgð á gjörðum starfsmannanna.Samsett mynd Ekki kemur á óvart að stjórnvöld vilji skoða möguleikann á því að höfða skaðabótamál gegn gerendum í bankahruninu, en mörg ljón eru í veginum fyrir því að útrásarvíkingar verði dæmdir til að greiða himinháar bætur segir lagaprófessor. Ríkisstjórnin ákvað á þriðjudag að ráða lögfræðinga til að undirbúa skaðabótamál gegn einstaklingum, félögum og fyrirtækjum sem með vanrækslu eða gáleysi hafi valdið íslensku samfélagi tjóni með sínum þætti í bankahruninu. Vissulega eru minni kröfur gerðar í einkamálum á borð við skaðabótamál og því auðveldara að sýna fram á skaðabótaskyldu en að sýna fram á sekt í refsimáli, segir Guðmundur Sigurðsson, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, og sérfræðingur í skaðabótarétti. Þannig séu dæmi um að menn sem sýknaðir hafi verið í sakamáli séu síðar dæmdir til greiðslu skaðabóta í einkamáli. Eitt af þeim vandamálum sem stjórnvöld munu standa frammi fyrir er að sanna nákvæmlega hvert tjónið í hverju og einu tilviki var, segir Guðmundur. Langur tími geti liðið þar til það komi endanlega í ljós. Annar vandi er að yfirleitt er það vinnuveitandi sem ber ábyrgð á gerðum starfsmanns, og því erfiðara að sækja mál gegn starfsmönnunum en fyrirtækjunum. Vinnist skaðabótamál er sá sem tapaði yfirleitt dæmdur til að greiða allt það tjón sem sannað þykir að orðið hafi. Um háar upphæðir getur því verið að ræða. Guðmundur segir þó líklegt að þeir sem sakaðir verði um að hafa valdið ríkinu tjóni í bankahruninu geti bent á ábyrgð ríkisins við lagasetningu og eftirlit. Í skaðabótamálum sé það oft niðurstaðan að sá sem stefni beri hluta tjónsins vegna eigin vanrækslu. Séu menn dæmdir til að greiða skaðabætur telst það ekki refsing og því kemur dómur í skaðabótamáli ekki í veg fyrir dóm í refsimáli síðar, segir Guðmundur. Afar hæpið sé hins vegar að maður verði dæmdur í sakamáli tapist skaðabótamál fyrst, þar sem sönnunarbyrðin sé þyngri í sakamálunum.- bj Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Sjá meira
Ekki kemur á óvart að stjórnvöld vilji skoða möguleikann á því að höfða skaðabótamál gegn gerendum í bankahruninu, en mörg ljón eru í veginum fyrir því að útrásarvíkingar verði dæmdir til að greiða himinháar bætur segir lagaprófessor. Ríkisstjórnin ákvað á þriðjudag að ráða lögfræðinga til að undirbúa skaðabótamál gegn einstaklingum, félögum og fyrirtækjum sem með vanrækslu eða gáleysi hafi valdið íslensku samfélagi tjóni með sínum þætti í bankahruninu. Vissulega eru minni kröfur gerðar í einkamálum á borð við skaðabótamál og því auðveldara að sýna fram á skaðabótaskyldu en að sýna fram á sekt í refsimáli, segir Guðmundur Sigurðsson, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, og sérfræðingur í skaðabótarétti. Þannig séu dæmi um að menn sem sýknaðir hafi verið í sakamáli séu síðar dæmdir til greiðslu skaðabóta í einkamáli. Eitt af þeim vandamálum sem stjórnvöld munu standa frammi fyrir er að sanna nákvæmlega hvert tjónið í hverju og einu tilviki var, segir Guðmundur. Langur tími geti liðið þar til það komi endanlega í ljós. Annar vandi er að yfirleitt er það vinnuveitandi sem ber ábyrgð á gerðum starfsmanns, og því erfiðara að sækja mál gegn starfsmönnunum en fyrirtækjunum. Vinnist skaðabótamál er sá sem tapaði yfirleitt dæmdur til að greiða allt það tjón sem sannað þykir að orðið hafi. Um háar upphæðir getur því verið að ræða. Guðmundur segir þó líklegt að þeir sem sakaðir verði um að hafa valdið ríkinu tjóni í bankahruninu geti bent á ábyrgð ríkisins við lagasetningu og eftirlit. Í skaðabótamálum sé það oft niðurstaðan að sá sem stefni beri hluta tjónsins vegna eigin vanrækslu. Séu menn dæmdir til að greiða skaðabætur telst það ekki refsing og því kemur dómur í skaðabótamáli ekki í veg fyrir dóm í refsimáli síðar, segir Guðmundur. Afar hæpið sé hins vegar að maður verði dæmdur í sakamáli tapist skaðabótamál fyrst, þar sem sönnunarbyrðin sé þyngri í sakamálunum.- bj
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Sjá meira