HM: Óvænt tap Svía Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. janúar 2009 17:00 Gergo Ivancsik fagnar einu marka sinna gegn Svíum í dag. Nordic Photos / AFP Svíar misstu endanlega af tækifærinu að komast í undanúrslit á HM í handbolta sem fer fram í Króatíu eftir að liðið tapaði óvænt fyrir Ungverjum í dag, 31-30. Staðan í hálfleik var 18-16, Svíum í vil. Úrslitin þýða einfaldlega að Svíar geta ekki náð Frökkum og Króötum að stigum en bæði lið spila síðar í dag og geta þá tryggt sér sæti í undanúrslitunum. Tvö efstu liðin úr milliriðlunum tveimur komast áfram í undanúrslitin og leika þessi lið í milliriðli 1. Leikurinn var nokkuð jafn allan tímann en Ungverjar komust í 16-13 forystu eftir 25 mínútur en Svíar skoruðu fimm síðustu mörk hálfleiksins og náðu því tveggja marka forystu í hálfleik, 18-16. Síðari hálfleikur var afar jafn og var aldrei meira en tveggja marka munur á milli liðanna. Ungverjar reyndust sterkari á lokakaflanum - komust yfir þegar fimm mínútur voru til leiksloka, 30-29. Jonas Källman jafnaði metin fyrir Svía á 58. mínútu en Gergely Harsanyi skoraði sigurmark Ungverja á næstsíðustu mínútunni. Ferenc Ilyes var markahæstur hjá Ungverjum með átta mörk og Gabor Csaszar skoraði sjö. Hjá Svíum var Källman markahæstur með átta mörk en Kim Andersson kom næstur með sjö. Nandor Fazekas átti góðan leik í marki Ungverja og varði nítján skot. Eina liðið sem getur enn náð Frökkum eða Króötum að stigum er Slóvakía sem mætir heimamönnum í kvöld. Fyrr í dag unnu Pólverjar stórsigur á Serbum, 35-23, í milliriðli 2 eftir að hafa verið með fjórtán marka forystu í hálfleik, 21-7. Serbum var hreinlega slátrað í fyrri hálfleik en Pólland komst í 9-2, 14-5, 19-6 og svo 21-7. Pólverjar gáfu reyndar ekki eftir fyrr en stundarfjórðungur var eftir af leiknum og munurinn orðinn sautján mörk, 31-14. Þá fyrst fóru Serbar að minnka muninn en sigur Pólverja vitanlega aldrei í hættu. Tomasz Tluczynski átti stórleik og nýtti öll ellefu skotin sín í leiknum, þar af þrjú af vítalínunni. Enginn annar leikmaður skoraði meira en fimm mörk. Momir Ilic var markahæstur Serba með sex mörk. Pólverjar fóru illa að ráði sínu í riðlakeppninni þar sem liðið tapaði bæði fyrir Þýskalandi og Makedóníu en hefur nú hafið milliriðlakeppnina af krafti. Í gær vann liðið sigur á Danmörku og svo Serbíu í dag. Pólland á því þrátt fyrir að hafa komið stigalausir í milliriðlakeppnina enn von um að komast í undanúrslitin en það ræðst þó að stórum hluta á úrslitum annarra leikja í riðlinum í dag. Þegar þetta er skrifað eigast við Þýskaland og Noregur og svo síðar í kvöld mætast Danmörk og Makedónía. Milliriðill 1: Úrslit: Svíþjóð - Ungverjaland 30-31 Staðan: Frakkland 6 stig (+21 í markatölu) Króatía 6 (+10) Slóvakía 3 (-6) Ungverjaland 3* (-9) Svíþjóð 2* (-6) Suður-Kórea 0 (-10) * eftir fjóra leiki, önnur lið hafa leikið þrjá leiki Næstu leikir: 17.30 Suður-Kórea - Frakkland 19.30 Króatía - Slóvakía Milliriðill 2: Úrslit: Serbía - Pólland 23-35 Staðan: Þýskaland 5 stig (+17 í markatölu) Danmörk 4 (+1) Pólland 4* (+8) Serbía 3* (-12) Noregur 2 (-3) Makedónía 2 (-11) * eftir fjóra leiki, önnur lið hafa leikið þrjá leiki Næstu leikir: 16.30 Noregur - Þýskaland 19.15 Danmörk - Makedónía Handbolti Tengdar fréttir HM-samantekt: Pólverjar fóru illa með Dani Pólverjar gerðu sér lítið fyrir í dag og unnu Evrópumeistara Dana, 32-28, eftir að hafa verið með átta marka forystu í hálfleik, 20-12. 24. janúar 2009 21:31 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Svíar misstu endanlega af tækifærinu að komast í undanúrslit á HM í handbolta sem fer fram í Króatíu eftir að liðið tapaði óvænt fyrir Ungverjum í dag, 31-30. Staðan í hálfleik var 18-16, Svíum í vil. Úrslitin þýða einfaldlega að Svíar geta ekki náð Frökkum og Króötum að stigum en bæði lið spila síðar í dag og geta þá tryggt sér sæti í undanúrslitunum. Tvö efstu liðin úr milliriðlunum tveimur komast áfram í undanúrslitin og leika þessi lið í milliriðli 1. Leikurinn var nokkuð jafn allan tímann en Ungverjar komust í 16-13 forystu eftir 25 mínútur en Svíar skoruðu fimm síðustu mörk hálfleiksins og náðu því tveggja marka forystu í hálfleik, 18-16. Síðari hálfleikur var afar jafn og var aldrei meira en tveggja marka munur á milli liðanna. Ungverjar reyndust sterkari á lokakaflanum - komust yfir þegar fimm mínútur voru til leiksloka, 30-29. Jonas Källman jafnaði metin fyrir Svía á 58. mínútu en Gergely Harsanyi skoraði sigurmark Ungverja á næstsíðustu mínútunni. Ferenc Ilyes var markahæstur hjá Ungverjum með átta mörk og Gabor Csaszar skoraði sjö. Hjá Svíum var Källman markahæstur með átta mörk en Kim Andersson kom næstur með sjö. Nandor Fazekas átti góðan leik í marki Ungverja og varði nítján skot. Eina liðið sem getur enn náð Frökkum eða Króötum að stigum er Slóvakía sem mætir heimamönnum í kvöld. Fyrr í dag unnu Pólverjar stórsigur á Serbum, 35-23, í milliriðli 2 eftir að hafa verið með fjórtán marka forystu í hálfleik, 21-7. Serbum var hreinlega slátrað í fyrri hálfleik en Pólland komst í 9-2, 14-5, 19-6 og svo 21-7. Pólverjar gáfu reyndar ekki eftir fyrr en stundarfjórðungur var eftir af leiknum og munurinn orðinn sautján mörk, 31-14. Þá fyrst fóru Serbar að minnka muninn en sigur Pólverja vitanlega aldrei í hættu. Tomasz Tluczynski átti stórleik og nýtti öll ellefu skotin sín í leiknum, þar af þrjú af vítalínunni. Enginn annar leikmaður skoraði meira en fimm mörk. Momir Ilic var markahæstur Serba með sex mörk. Pólverjar fóru illa að ráði sínu í riðlakeppninni þar sem liðið tapaði bæði fyrir Þýskalandi og Makedóníu en hefur nú hafið milliriðlakeppnina af krafti. Í gær vann liðið sigur á Danmörku og svo Serbíu í dag. Pólland á því þrátt fyrir að hafa komið stigalausir í milliriðlakeppnina enn von um að komast í undanúrslitin en það ræðst þó að stórum hluta á úrslitum annarra leikja í riðlinum í dag. Þegar þetta er skrifað eigast við Þýskaland og Noregur og svo síðar í kvöld mætast Danmörk og Makedónía. Milliriðill 1: Úrslit: Svíþjóð - Ungverjaland 30-31 Staðan: Frakkland 6 stig (+21 í markatölu) Króatía 6 (+10) Slóvakía 3 (-6) Ungverjaland 3* (-9) Svíþjóð 2* (-6) Suður-Kórea 0 (-10) * eftir fjóra leiki, önnur lið hafa leikið þrjá leiki Næstu leikir: 17.30 Suður-Kórea - Frakkland 19.30 Króatía - Slóvakía Milliriðill 2: Úrslit: Serbía - Pólland 23-35 Staðan: Þýskaland 5 stig (+17 í markatölu) Danmörk 4 (+1) Pólland 4* (+8) Serbía 3* (-12) Noregur 2 (-3) Makedónía 2 (-11) * eftir fjóra leiki, önnur lið hafa leikið þrjá leiki Næstu leikir: 16.30 Noregur - Þýskaland 19.15 Danmörk - Makedónía
Handbolti Tengdar fréttir HM-samantekt: Pólverjar fóru illa með Dani Pólverjar gerðu sér lítið fyrir í dag og unnu Evrópumeistara Dana, 32-28, eftir að hafa verið með átta marka forystu í hálfleik, 20-12. 24. janúar 2009 21:31 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
HM-samantekt: Pólverjar fóru illa með Dani Pólverjar gerðu sér lítið fyrir í dag og unnu Evrópumeistara Dana, 32-28, eftir að hafa verið með átta marka forystu í hálfleik, 20-12. 24. janúar 2009 21:31