HM: Óvænt tap Svía Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. janúar 2009 17:00 Gergo Ivancsik fagnar einu marka sinna gegn Svíum í dag. Nordic Photos / AFP Svíar misstu endanlega af tækifærinu að komast í undanúrslit á HM í handbolta sem fer fram í Króatíu eftir að liðið tapaði óvænt fyrir Ungverjum í dag, 31-30. Staðan í hálfleik var 18-16, Svíum í vil. Úrslitin þýða einfaldlega að Svíar geta ekki náð Frökkum og Króötum að stigum en bæði lið spila síðar í dag og geta þá tryggt sér sæti í undanúrslitunum. Tvö efstu liðin úr milliriðlunum tveimur komast áfram í undanúrslitin og leika þessi lið í milliriðli 1. Leikurinn var nokkuð jafn allan tímann en Ungverjar komust í 16-13 forystu eftir 25 mínútur en Svíar skoruðu fimm síðustu mörk hálfleiksins og náðu því tveggja marka forystu í hálfleik, 18-16. Síðari hálfleikur var afar jafn og var aldrei meira en tveggja marka munur á milli liðanna. Ungverjar reyndust sterkari á lokakaflanum - komust yfir þegar fimm mínútur voru til leiksloka, 30-29. Jonas Källman jafnaði metin fyrir Svía á 58. mínútu en Gergely Harsanyi skoraði sigurmark Ungverja á næstsíðustu mínútunni. Ferenc Ilyes var markahæstur hjá Ungverjum með átta mörk og Gabor Csaszar skoraði sjö. Hjá Svíum var Källman markahæstur með átta mörk en Kim Andersson kom næstur með sjö. Nandor Fazekas átti góðan leik í marki Ungverja og varði nítján skot. Eina liðið sem getur enn náð Frökkum eða Króötum að stigum er Slóvakía sem mætir heimamönnum í kvöld. Fyrr í dag unnu Pólverjar stórsigur á Serbum, 35-23, í milliriðli 2 eftir að hafa verið með fjórtán marka forystu í hálfleik, 21-7. Serbum var hreinlega slátrað í fyrri hálfleik en Pólland komst í 9-2, 14-5, 19-6 og svo 21-7. Pólverjar gáfu reyndar ekki eftir fyrr en stundarfjórðungur var eftir af leiknum og munurinn orðinn sautján mörk, 31-14. Þá fyrst fóru Serbar að minnka muninn en sigur Pólverja vitanlega aldrei í hættu. Tomasz Tluczynski átti stórleik og nýtti öll ellefu skotin sín í leiknum, þar af þrjú af vítalínunni. Enginn annar leikmaður skoraði meira en fimm mörk. Momir Ilic var markahæstur Serba með sex mörk. Pólverjar fóru illa að ráði sínu í riðlakeppninni þar sem liðið tapaði bæði fyrir Þýskalandi og Makedóníu en hefur nú hafið milliriðlakeppnina af krafti. Í gær vann liðið sigur á Danmörku og svo Serbíu í dag. Pólland á því þrátt fyrir að hafa komið stigalausir í milliriðlakeppnina enn von um að komast í undanúrslitin en það ræðst þó að stórum hluta á úrslitum annarra leikja í riðlinum í dag. Þegar þetta er skrifað eigast við Þýskaland og Noregur og svo síðar í kvöld mætast Danmörk og Makedónía. Milliriðill 1: Úrslit: Svíþjóð - Ungverjaland 30-31 Staðan: Frakkland 6 stig (+21 í markatölu) Króatía 6 (+10) Slóvakía 3 (-6) Ungverjaland 3* (-9) Svíþjóð 2* (-6) Suður-Kórea 0 (-10) * eftir fjóra leiki, önnur lið hafa leikið þrjá leiki Næstu leikir: 17.30 Suður-Kórea - Frakkland 19.30 Króatía - Slóvakía Milliriðill 2: Úrslit: Serbía - Pólland 23-35 Staðan: Þýskaland 5 stig (+17 í markatölu) Danmörk 4 (+1) Pólland 4* (+8) Serbía 3* (-12) Noregur 2 (-3) Makedónía 2 (-11) * eftir fjóra leiki, önnur lið hafa leikið þrjá leiki Næstu leikir: 16.30 Noregur - Þýskaland 19.15 Danmörk - Makedónía Handbolti Tengdar fréttir HM-samantekt: Pólverjar fóru illa með Dani Pólverjar gerðu sér lítið fyrir í dag og unnu Evrópumeistara Dana, 32-28, eftir að hafa verið með átta marka forystu í hálfleik, 20-12. 24. janúar 2009 21:31 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Svíar misstu endanlega af tækifærinu að komast í undanúrslit á HM í handbolta sem fer fram í Króatíu eftir að liðið tapaði óvænt fyrir Ungverjum í dag, 31-30. Staðan í hálfleik var 18-16, Svíum í vil. Úrslitin þýða einfaldlega að Svíar geta ekki náð Frökkum og Króötum að stigum en bæði lið spila síðar í dag og geta þá tryggt sér sæti í undanúrslitunum. Tvö efstu liðin úr milliriðlunum tveimur komast áfram í undanúrslitin og leika þessi lið í milliriðli 1. Leikurinn var nokkuð jafn allan tímann en Ungverjar komust í 16-13 forystu eftir 25 mínútur en Svíar skoruðu fimm síðustu mörk hálfleiksins og náðu því tveggja marka forystu í hálfleik, 18-16. Síðari hálfleikur var afar jafn og var aldrei meira en tveggja marka munur á milli liðanna. Ungverjar reyndust sterkari á lokakaflanum - komust yfir þegar fimm mínútur voru til leiksloka, 30-29. Jonas Källman jafnaði metin fyrir Svía á 58. mínútu en Gergely Harsanyi skoraði sigurmark Ungverja á næstsíðustu mínútunni. Ferenc Ilyes var markahæstur hjá Ungverjum með átta mörk og Gabor Csaszar skoraði sjö. Hjá Svíum var Källman markahæstur með átta mörk en Kim Andersson kom næstur með sjö. Nandor Fazekas átti góðan leik í marki Ungverja og varði nítján skot. Eina liðið sem getur enn náð Frökkum eða Króötum að stigum er Slóvakía sem mætir heimamönnum í kvöld. Fyrr í dag unnu Pólverjar stórsigur á Serbum, 35-23, í milliriðli 2 eftir að hafa verið með fjórtán marka forystu í hálfleik, 21-7. Serbum var hreinlega slátrað í fyrri hálfleik en Pólland komst í 9-2, 14-5, 19-6 og svo 21-7. Pólverjar gáfu reyndar ekki eftir fyrr en stundarfjórðungur var eftir af leiknum og munurinn orðinn sautján mörk, 31-14. Þá fyrst fóru Serbar að minnka muninn en sigur Pólverja vitanlega aldrei í hættu. Tomasz Tluczynski átti stórleik og nýtti öll ellefu skotin sín í leiknum, þar af þrjú af vítalínunni. Enginn annar leikmaður skoraði meira en fimm mörk. Momir Ilic var markahæstur Serba með sex mörk. Pólverjar fóru illa að ráði sínu í riðlakeppninni þar sem liðið tapaði bæði fyrir Þýskalandi og Makedóníu en hefur nú hafið milliriðlakeppnina af krafti. Í gær vann liðið sigur á Danmörku og svo Serbíu í dag. Pólland á því þrátt fyrir að hafa komið stigalausir í milliriðlakeppnina enn von um að komast í undanúrslitin en það ræðst þó að stórum hluta á úrslitum annarra leikja í riðlinum í dag. Þegar þetta er skrifað eigast við Þýskaland og Noregur og svo síðar í kvöld mætast Danmörk og Makedónía. Milliriðill 1: Úrslit: Svíþjóð - Ungverjaland 30-31 Staðan: Frakkland 6 stig (+21 í markatölu) Króatía 6 (+10) Slóvakía 3 (-6) Ungverjaland 3* (-9) Svíþjóð 2* (-6) Suður-Kórea 0 (-10) * eftir fjóra leiki, önnur lið hafa leikið þrjá leiki Næstu leikir: 17.30 Suður-Kórea - Frakkland 19.30 Króatía - Slóvakía Milliriðill 2: Úrslit: Serbía - Pólland 23-35 Staðan: Þýskaland 5 stig (+17 í markatölu) Danmörk 4 (+1) Pólland 4* (+8) Serbía 3* (-12) Noregur 2 (-3) Makedónía 2 (-11) * eftir fjóra leiki, önnur lið hafa leikið þrjá leiki Næstu leikir: 16.30 Noregur - Þýskaland 19.15 Danmörk - Makedónía
Handbolti Tengdar fréttir HM-samantekt: Pólverjar fóru illa með Dani Pólverjar gerðu sér lítið fyrir í dag og unnu Evrópumeistara Dana, 32-28, eftir að hafa verið með átta marka forystu í hálfleik, 20-12. 24. janúar 2009 21:31 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
HM-samantekt: Pólverjar fóru illa með Dani Pólverjar gerðu sér lítið fyrir í dag og unnu Evrópumeistara Dana, 32-28, eftir að hafa verið með átta marka forystu í hálfleik, 20-12. 24. janúar 2009 21:31