Er SP-fjármögnun að brjóta samningsskilmála? Þórdís Sigþórsdóttir skrifar 15. október 2009 06:00 SP-fjármögnun (SP) hefur fjármagnað bílakaup fyrir stóran hluta landsmanna síðustu árin. Fyrirtækið er dótturfyrirtæki Landsbankans og tók Fjármálaeftirlitið yfir rekstur bankans þegar neyðarlögin tóku gildi sl. haust. Ég hef átt í samskiptum við SP undanfarið til að spyrjast fyrir um hin ýmsu atriði í lánasamningi mínum og útreikningum SP. Svör starfsfólks gefa til kynna að fyrirtækið sé að brjóta samningsskilmála, svo sem upphaflegt lánshlutfall, samsetningu á vægi erlendra gjaldmiðla í myntkörfu og fleira. Yfirlit (staða samnings) frá SP sýnir að skipting lánsins sem ég tók er önnur í dag en á sjálfum samningnum, 47% í íslenskri mynt og 53% í myntkörfu en ekki 50% í íslenskri mynt og 50% í myntkörfu eins og fram kemur í samningi. Skýringar SP á þessu eru: „Hlutfallið á höfuðstól getur breyst á samningstímanum eftir því hvernig gengi myntanna er. Erlendu myntirnar hafa hækkað mjög mikið frá því að lánið var tekið og því hefur hlutfallið breyst." Hlutfallið, þ.e. undirliggjandi samsetning lánsins, á að sjálfsögðu ekki að breytast, aðeins fjárhæðin í íslenskum krónum getur breyst við umreikning á erlendu gjaldmiðlunum og vegna vaxtabreytinga erlendra gjaldmiðla (og íslenski hlutinn við breytingu á vísitölu). Hér hljóta menn að spyrja hvort SP sé að innheimta afborganir af erlenda hlutanum í stærra hlutfalli en þeim íslenska og þar með á annan hátt en samningur segir til um. Vægi þeirra erlendu gjaldmiðla sem myntkarfan á að innihalda virðist líka hafa breyst frá því að lánið var tekið. Útskýringar SP á því hvers vegna samtals vægi erlendra mynta væri 137% (af 100% mögulegu) voru að: „SP notaðist ekki við vægi mynta - ekki hundraðshluta - og að útreikningar SP væru ekki prósentuhlutfall heldur magn hverrar myntar fyrir sig í einni einingu myntkörfunnar" en enn fremur að „vægið hefði ekki breyst frá því að lánið var tekið". Svörin gefa til kynna að menn ráði ekki við eigin útskýringar. Málið á að vera einfalt. Lánið var tekið að 50% í íslenskri mynt og að 50% í myntkörfu sem samanstóð af fjórum erlendum gjaldmiðlum, þar sem hver gjaldmiðill hafði ákveðið vægi. Það eina sem á því að breytast er fjárhæð í íslenskum krónum þegar gengi erlendu gjaldmiðlanna er margfaldað með vægi hverrar myntar fyrir sig í körfunni. Þegar ég benti lögmanni SP á að vægið gæti ekki farið umfram 100% sagði hann að ég ætti að fá mér lögmann teldi ég mig eiga rétt á hendur SP umfram það sem samningar segðu til um (kannski einfaldara svar en að rökstyðja 137% vægið). Yfirlit SP (staða samnings) sýndi einnig aðra samningsvexti en sjálfur samningurinn. SP svaraði þessu meðal annars með því að vísa í ákvæði samnings sem ég átti að hafa skrifað undir: „Leigutaki lýsir því yfir með undirskrift sinni að hann gerir sér fulla grein fyrir því að lántaka í erlendum gjaldmiðli er áhættusamari en lántaka í íslenskum." Þegar SP var bent á að þetta ákvæði væri hvergi að finna í umræddum samningi sendi fyrirtækið annan samning þar sem búið var að bæta þessu ákvæði inn í, breyta texta í einum af fimm liðum samningsins, breyta samningsvöxtum, hækka afborganir (frá upphafi), hækka hlutfallstölu kostnaðar og seðilgjald. SP bjó sem sagt einhliða til nýjan samning! Yfirlit SP (staða samnings) er þar að auki ekki fyrir venjulegan mann að skilja. Fyrirtækið notast við sína eigin „gjaldmiðla" og gengi þeirra. „Gjaldmiðlarnir" SP1, SP2, SP3, SP4 og SP5 eiga að vera samsetning hinna ýmsu erlendu gjaldmiðla en ekki er nokkur leið að átta sig á hvernig gengið er fengið og enn síður eftir útskýringar starfsfólks SP. Í raun er hvergi að sjá, hvorki á yfirlitum né greiðsluseðlum, að erlendir gjaldmiðlar hafi verið hluti af láninu, sem styður það álit margra að erlendu lánin sem fjármálastofnanir hafa verið að lána hafi alls ekki verið erlend. Ekki er einu sinni hægt að fá yfirlit frá SP sem sýnir eftirstöðvar lánsins í hverri erlendri mynt fyrir sig. Hafi erlendir gjaldmiðlar verið hluti af láninu, ætti lántakandi að geta séð stöðu þeirra rétt eins og stöðu hlutans í íslenskum krónum. (Til dæmis eru greiðsluseðlar frá Íslandsbanka Fjármögnun vegna bílalána sundurliðaðir og sýna útreikninga og stöðu í hverri mynt fyrir sig.) Það er því afar erfitt að sannreyna útreikninga SP. Að lokum má nefna að SP hefur innheimt álag ofan á LIBOR-vexti (millibankavexti) en í samningnum er ekki að finna að SP hafi heimild til að innheimta þetta álag. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
SP-fjármögnun (SP) hefur fjármagnað bílakaup fyrir stóran hluta landsmanna síðustu árin. Fyrirtækið er dótturfyrirtæki Landsbankans og tók Fjármálaeftirlitið yfir rekstur bankans þegar neyðarlögin tóku gildi sl. haust. Ég hef átt í samskiptum við SP undanfarið til að spyrjast fyrir um hin ýmsu atriði í lánasamningi mínum og útreikningum SP. Svör starfsfólks gefa til kynna að fyrirtækið sé að brjóta samningsskilmála, svo sem upphaflegt lánshlutfall, samsetningu á vægi erlendra gjaldmiðla í myntkörfu og fleira. Yfirlit (staða samnings) frá SP sýnir að skipting lánsins sem ég tók er önnur í dag en á sjálfum samningnum, 47% í íslenskri mynt og 53% í myntkörfu en ekki 50% í íslenskri mynt og 50% í myntkörfu eins og fram kemur í samningi. Skýringar SP á þessu eru: „Hlutfallið á höfuðstól getur breyst á samningstímanum eftir því hvernig gengi myntanna er. Erlendu myntirnar hafa hækkað mjög mikið frá því að lánið var tekið og því hefur hlutfallið breyst." Hlutfallið, þ.e. undirliggjandi samsetning lánsins, á að sjálfsögðu ekki að breytast, aðeins fjárhæðin í íslenskum krónum getur breyst við umreikning á erlendu gjaldmiðlunum og vegna vaxtabreytinga erlendra gjaldmiðla (og íslenski hlutinn við breytingu á vísitölu). Hér hljóta menn að spyrja hvort SP sé að innheimta afborganir af erlenda hlutanum í stærra hlutfalli en þeim íslenska og þar með á annan hátt en samningur segir til um. Vægi þeirra erlendu gjaldmiðla sem myntkarfan á að innihalda virðist líka hafa breyst frá því að lánið var tekið. Útskýringar SP á því hvers vegna samtals vægi erlendra mynta væri 137% (af 100% mögulegu) voru að: „SP notaðist ekki við vægi mynta - ekki hundraðshluta - og að útreikningar SP væru ekki prósentuhlutfall heldur magn hverrar myntar fyrir sig í einni einingu myntkörfunnar" en enn fremur að „vægið hefði ekki breyst frá því að lánið var tekið". Svörin gefa til kynna að menn ráði ekki við eigin útskýringar. Málið á að vera einfalt. Lánið var tekið að 50% í íslenskri mynt og að 50% í myntkörfu sem samanstóð af fjórum erlendum gjaldmiðlum, þar sem hver gjaldmiðill hafði ákveðið vægi. Það eina sem á því að breytast er fjárhæð í íslenskum krónum þegar gengi erlendu gjaldmiðlanna er margfaldað með vægi hverrar myntar fyrir sig í körfunni. Þegar ég benti lögmanni SP á að vægið gæti ekki farið umfram 100% sagði hann að ég ætti að fá mér lögmann teldi ég mig eiga rétt á hendur SP umfram það sem samningar segðu til um (kannski einfaldara svar en að rökstyðja 137% vægið). Yfirlit SP (staða samnings) sýndi einnig aðra samningsvexti en sjálfur samningurinn. SP svaraði þessu meðal annars með því að vísa í ákvæði samnings sem ég átti að hafa skrifað undir: „Leigutaki lýsir því yfir með undirskrift sinni að hann gerir sér fulla grein fyrir því að lántaka í erlendum gjaldmiðli er áhættusamari en lántaka í íslenskum." Þegar SP var bent á að þetta ákvæði væri hvergi að finna í umræddum samningi sendi fyrirtækið annan samning þar sem búið var að bæta þessu ákvæði inn í, breyta texta í einum af fimm liðum samningsins, breyta samningsvöxtum, hækka afborganir (frá upphafi), hækka hlutfallstölu kostnaðar og seðilgjald. SP bjó sem sagt einhliða til nýjan samning! Yfirlit SP (staða samnings) er þar að auki ekki fyrir venjulegan mann að skilja. Fyrirtækið notast við sína eigin „gjaldmiðla" og gengi þeirra. „Gjaldmiðlarnir" SP1, SP2, SP3, SP4 og SP5 eiga að vera samsetning hinna ýmsu erlendu gjaldmiðla en ekki er nokkur leið að átta sig á hvernig gengið er fengið og enn síður eftir útskýringar starfsfólks SP. Í raun er hvergi að sjá, hvorki á yfirlitum né greiðsluseðlum, að erlendir gjaldmiðlar hafi verið hluti af láninu, sem styður það álit margra að erlendu lánin sem fjármálastofnanir hafa verið að lána hafi alls ekki verið erlend. Ekki er einu sinni hægt að fá yfirlit frá SP sem sýnir eftirstöðvar lánsins í hverri erlendri mynt fyrir sig. Hafi erlendir gjaldmiðlar verið hluti af láninu, ætti lántakandi að geta séð stöðu þeirra rétt eins og stöðu hlutans í íslenskum krónum. (Til dæmis eru greiðsluseðlar frá Íslandsbanka Fjármögnun vegna bílalána sundurliðaðir og sýna útreikninga og stöðu í hverri mynt fyrir sig.) Það er því afar erfitt að sannreyna útreikninga SP. Að lokum má nefna að SP hefur innheimt álag ofan á LIBOR-vexti (millibankavexti) en í samningnum er ekki að finna að SP hafi heimild til að innheimta þetta álag. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar