NBA í nótt: Gjörsamlega ótrúleg sigurkarfa Harris - myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2009 09:20 Devin Harris fagnar sigri sinna manna í nótt. Nordic Photos / Getty Images Devin Harris tryggði New Jersey sigur á Philadelphia í NBA-deildinni nótt með hreint ótrúlegri flautukörfu frá eigin vallarhelmingi. Philadelphia var með eins stigs forystu, 96-95, eftir að Andre Iguodala kom Philadelphia yfir þegar aðeins 1,8 sekúndur voru eftir. Harris fékk þá boltann og var með Iguodala í sér. Hann missti meira að segja boltann úr höndunum en náði að endurheimta hann og koma boltanum frá sér áður en leiktíminn rann út. Þetta var afar tæpt. Dómarar skoðuðu upptökur af atvikinu í tvær og hálfa mínútu áður en þeir úrskurðuðu að karfan skyldi standa. Leikmenn stóðu yfir þeim á meðan og fylgdust með - en ekki Harris. „Ég vildi ekki sjá endursýningarnar," sagði Harris eftir leik. „Ég beið bara eftir viðbrögðunum." Sigurkörfuna má sjá hér en þetta var ótrúlegt skot af rúmlega fjórtán metra færi. Harris breyttist með skotinu úr skúrki í hetju á augabragði. Hann gerði sig sekan um slæm mistök á lokamínútunni er hann tapaði bæði boltanum og braut svo á Iguodala sem fór á vítalínuna og kom Philadelphia yfir á lokasekúndunum. Þetta var kærkominn sigur hjá New Jersey sem hafði tapað fimm leikjum í röð. Harris var stigahæstur með 39 stig en Keyon Dooling kom næstur með sextán og Vince Carter var með tíu. Hjá Philadelphia var Iguodala stigahæstur með 21 stig. Andre Miller kom næstur með sautján stig og tíu stoðsendingar. New York vann Indiana, 123-119. Nate Robinson skoraði 41 stig, þar af 32 í síðari hálfleik. Flestir sterkustu leikmenn Indiana voru fjarverandi vegna meiðsla. Boston vann Denver, 114-76. Þetta var eitt stærsta tap Denver á heimavelli frá upphafi en Ray Allen og Paul Pierce skoruðu hvor 22 stig. Utah vann Atlanta, 108-89. Deron Williams var með fimmtán stig og tíu stoðsendingar. Carlos Boozer lék í fyrsta sinn með Utah eftir þriggja mánaða fjarveru vegna meiðsla. New Orleans vann Sacramento, 112-105. Chris Paul var með 27 stig og þrettán stoðsendingar fyrir New Orleans. LA Clippers vann Golden State, 118-105. Zach Randolph var með 27 stig og ellefu fráköst. Eric Gordon var einnig með 27 stig en Clippers batt þar með enda á þriggja leikja taphrinu með sigrinum. Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira
Devin Harris tryggði New Jersey sigur á Philadelphia í NBA-deildinni nótt með hreint ótrúlegri flautukörfu frá eigin vallarhelmingi. Philadelphia var með eins stigs forystu, 96-95, eftir að Andre Iguodala kom Philadelphia yfir þegar aðeins 1,8 sekúndur voru eftir. Harris fékk þá boltann og var með Iguodala í sér. Hann missti meira að segja boltann úr höndunum en náði að endurheimta hann og koma boltanum frá sér áður en leiktíminn rann út. Þetta var afar tæpt. Dómarar skoðuðu upptökur af atvikinu í tvær og hálfa mínútu áður en þeir úrskurðuðu að karfan skyldi standa. Leikmenn stóðu yfir þeim á meðan og fylgdust með - en ekki Harris. „Ég vildi ekki sjá endursýningarnar," sagði Harris eftir leik. „Ég beið bara eftir viðbrögðunum." Sigurkörfuna má sjá hér en þetta var ótrúlegt skot af rúmlega fjórtán metra færi. Harris breyttist með skotinu úr skúrki í hetju á augabragði. Hann gerði sig sekan um slæm mistök á lokamínútunni er hann tapaði bæði boltanum og braut svo á Iguodala sem fór á vítalínuna og kom Philadelphia yfir á lokasekúndunum. Þetta var kærkominn sigur hjá New Jersey sem hafði tapað fimm leikjum í röð. Harris var stigahæstur með 39 stig en Keyon Dooling kom næstur með sextán og Vince Carter var með tíu. Hjá Philadelphia var Iguodala stigahæstur með 21 stig. Andre Miller kom næstur með sautján stig og tíu stoðsendingar. New York vann Indiana, 123-119. Nate Robinson skoraði 41 stig, þar af 32 í síðari hálfleik. Flestir sterkustu leikmenn Indiana voru fjarverandi vegna meiðsla. Boston vann Denver, 114-76. Þetta var eitt stærsta tap Denver á heimavelli frá upphafi en Ray Allen og Paul Pierce skoruðu hvor 22 stig. Utah vann Atlanta, 108-89. Deron Williams var með fimmtán stig og tíu stoðsendingar. Carlos Boozer lék í fyrsta sinn með Utah eftir þriggja mánaða fjarveru vegna meiðsla. New Orleans vann Sacramento, 112-105. Chris Paul var með 27 stig og þrettán stoðsendingar fyrir New Orleans. LA Clippers vann Golden State, 118-105. Zach Randolph var með 27 stig og ellefu fráköst. Eric Gordon var einnig með 27 stig en Clippers batt þar með enda á þriggja leikja taphrinu með sigrinum. Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira