Erlent

Hefði étið T-Rex í morgunmat

Óli Tynes skrifar
Pliosaurus fær sér í matinn.
Pliosaurus fær sér í matinn.

Steingervingafræðingar í Bretlandi eru nú búnir að raða saman kjálkabeinum úr risavöxnu sæskrímsli sem fundust í fjöru í Dorset. Fyrstu beinin fundust árið 2002 og síðan hafa fundist tuttugu og fimm til viðbótar.

Skrímsli þetta var af tegundinni pliosaurus og var uppi fyrir eitthundrað og fimmtíu milljónum ára. Það var tuttugu metra lang og vóg fimmtán tonn.

Kjafturinn var rosalegur, tveir og hálfur metri og gapið var einn og hálfur metri. Risaeðlufræðingurinn dr. Richard Forrest segir þetta hafi verið öflugasta rándýr síns tíma.

Bitkrafturinn var fjórum sinnum meiri en hjá Tyrannosaurus Rex. Forrest segir að skrímslið hefði getað étið T-Rex í morgunmat.

Og það var ekki auðvelt að komast undan ef pliosaurus sá einhverja bráð. Skrímslið var með fjögur gríðarstór bægsli í stað handa og fóta og gat synt feykilega hratt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×