Innlent

Eldur við Fjarðarstræti á Ísafirði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögregla og slökkvilið fengu tilkynningu um eld við Fjarðarstræti 57 og 59 á Ísafirði laust eftir klukkan fimm í nótt.

Þar logaði eldur í ruslatunnu sem var staðsett við húsgaflinn. Eldurinn var farinn að teygja sig upp klæðninguna á húsinu þegar að lögreglumenn komu að en þeim tókst að slökkva með handslökkvitæki. Hins vegar blossaði eldurinn upp aftur og slökkviliðsmenn réðu niðurlögum hans að nýju. Í húsinu eru 12 íbúðir og voru íbúar vaktir en ekki kom til þess að rýma þyrfti húsið.

Lögreglan á Ísafirði biður þá sem geta veitt upplýsingar um mannaferðir við húsið um fimmleytið í nótt eða gætu búið yfir öðrum upplýsingum um upptök eldsins að hafa samband í síma 4503730.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×