Traust eykst á evrópskum markaði 1. október 2009 05:00 Bankar og fjármálafyrirtæki á evrusvæðinu sóttu um tæplega helmingi lægra lán hjá evrópska seðlabankanum en búist var við. Fréttablaðið/ap Evrópski seðlabankinn mun lána 589 bönkum og fjármálafyrirtækjum á evrusvæðinu 75,2 milljarða evra, jafnvirði rúmra 13.700 milljarða króna, til næstu tólf mánaða. Þetta er tæplega helmingi lægri upphæð en fjármálasérfræðingar höfðu almennt reiknað með að bankarnir myndu sækja sér. Bloomberg-fréttaveitan segir þetta merki um að traust sé að aukast á millibankamarkaði. Seðlabankinn setti prentvélarnar í gang og opnaði hirslur sínar í ársbyrjun með það fyrir augum að blása lífi í lánveitingar til einstaklinga og fyrirtækja en útlán drógust hratt saman við upphaf fjármálakreppunnar. Í kjölfarið lækkuðu stýrivextir helstu seðlabanka heims hratt og eru vextir evrópska seðlabankans nú eitt prósent. Bloomberg bendir jafnframt á að vextir á millibankamarkaði á evrusvæðinu hafi lækkaði mjög, farið úr 5,24 prósentum fyrir ári niður í 0,74 prósent nú. Þeir hafa aldrei verið lægri. Þetta var í annað sinn sem bönkum á evrusvæðinu gafst kostur á að sækja sér fé með þessum hætti í skugga hremminga og vantrausts á fjármálamörkuðum. Þeir fengu 442 milljarða evra í júní síðastliðnum og verður lánaglugginn opnaður í þriðja sinn í árslok. - jab Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Evrópski seðlabankinn mun lána 589 bönkum og fjármálafyrirtækjum á evrusvæðinu 75,2 milljarða evra, jafnvirði rúmra 13.700 milljarða króna, til næstu tólf mánaða. Þetta er tæplega helmingi lægri upphæð en fjármálasérfræðingar höfðu almennt reiknað með að bankarnir myndu sækja sér. Bloomberg-fréttaveitan segir þetta merki um að traust sé að aukast á millibankamarkaði. Seðlabankinn setti prentvélarnar í gang og opnaði hirslur sínar í ársbyrjun með það fyrir augum að blása lífi í lánveitingar til einstaklinga og fyrirtækja en útlán drógust hratt saman við upphaf fjármálakreppunnar. Í kjölfarið lækkuðu stýrivextir helstu seðlabanka heims hratt og eru vextir evrópska seðlabankans nú eitt prósent. Bloomberg bendir jafnframt á að vextir á millibankamarkaði á evrusvæðinu hafi lækkaði mjög, farið úr 5,24 prósentum fyrir ári niður í 0,74 prósent nú. Þeir hafa aldrei verið lægri. Þetta var í annað sinn sem bönkum á evrusvæðinu gafst kostur á að sækja sér fé með þessum hætti í skugga hremminga og vantrausts á fjármálamörkuðum. Þeir fengu 442 milljarða evra í júní síðastliðnum og verður lánaglugginn opnaður í þriðja sinn í árslok. - jab
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent