Verð á landbúnaðarvörum myndi lækka um allt að 70% 16. júlí 2009 12:30 Verð á landbúnaðarvörum myndi lækka um allt að sjötíu prósent, þegar tollar yrðu felldir niður við inngöngu Íslands í Evrópusambandið (ESB). Kjör íslenskra bænda myndu hins vegar skerðast. Þetta má meðal annars lesa út úr skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, en það olli fjaðrafoki á Alþingi í gær að hún skyldi ekki hafa verið birt. Markmið skýrslunnaar er að varpa ljósi á það hvaða áhrif það hefði á afkomu íslenskra bænda, ef landbúnaðarstefna Evrópusambandsins næði til þeirra, en styrkir til bænda hér á landi eru talsvert umfangsmeiri nú, en til bænda í Evrópusambandinu. Bændasamtökin telja þessa úttekt á áhrifum af inngöngu í Evrópusambandið á íslenskan landbúnað ófullnægjandi Hagfræðistofnunin telur að verð á kjúklingum lækki um 70% og verð á á eggjum og mjólkurvörum lækki um 55-60% með inngöngu í Evrópusambandið. Niðurstöður stofnunarinnar benda til að verð til bænda á kinda- og nautakjöti breytist ekki mikið. Þá má velta því fyrir sér hvort kjúklingaframleiðsla sé yfir höfuð landbúnaðar- frekar en iðnaðarframleiðsla.Niðurstöður skýrslunnar Milli aðildarríkja ESB ríkir nær fullt frelsi til inn- og útflutnings landbúnaðarafurða, líkt og gildir um alla þjónustu og vörur sem fluttar eru á milli landanna. Skýrsla Hagfræðistofnunar leitaðist við að áætla stöðu íslenskra búa ef þau byggju við þá styrki og tollareglur sem gilda á Finnlandi, sem er aðili að ESB. Niðurstöður skýrslunnar benda til þess að verð til bænda á kinda- og nautakjöti breytist ekki mikið þó tollar til ESB falli niður. Sauðfjárbændur virðast því í fljótu bragði ekki hafa mikið að óttast þótt Ísland gangi í ESB og tollmúrar falli niður, að mati Hagfræðistofnunar. Gögn OECD benda til þess að verð til bænda lækki mikið á kjúklingum, eggjum, mjólk og mjólkurvörum og svínakjöti ef tollar falla niður á innflutningi frá Evrópusambandslöndunum. Langmest yrði verðlækkunin á kjúklingum eða 70%, 55-60% á eggjum og mjólkurvörum og verð á svínakjöti myndi lækka um 35% ef marka má skýrslu hagfræðistofnunarinnar. Almennt matvöruverð út úr búð er að jafnaði 30% lægra í Evrópusambandinu en hér á landi og verð til bænda er að jafnaði 65-70% lægra ef tölur frá OECD eru lagðar til grundvallar. Búvöruframleiðsla í Finnlandi hefur ekki minnkað að ráði síðan Finnar gengu í ESB og mjólkurframleiðsla hélst nokkurn vegin óbreytt í lítrum talið eftir inngöngu. Íslenska ríkið greiddi 4,8 milljarða til mjólkurframleiðslu og 3,5 milljarða til sauðfjárræktar, í gegnum styrkjakerfi landbúnaðarins á síðasta ári.Áhrif á afkomu búa Niðurstöður úr skýrslu Hagfræðistofnunar benda til þess að tekjur búanna dragist verulega saman vegna lækkandi afurðaverðs og verðlækkana til bænda. Tekjur til bænda munu því minnka til muna. Á hinn bóginn myndi norðurslóðastuðningur af svipuðum toga og finnskir bændur njóta, draga verulega úr tekjumuninum og gera suma bændur jafn vel eða betur setta en þeir eru í dag. Einnig er líklegt að aðgangur bænda að evrópskum aðfangamarkaði muni lækka framleiðslukostnað að einhverju leyti. Talið er að afkoma sauðfjárbænda yrði umtalsvert betri en nú er, með inngöngu í ESB. Forsendur Hagfræðistofnunar um lægra verð, gera ráð fyrir allmikilli aukningu útflutnings. Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Sjá meira
Verð á landbúnaðarvörum myndi lækka um allt að sjötíu prósent, þegar tollar yrðu felldir niður við inngöngu Íslands í Evrópusambandið (ESB). Kjör íslenskra bænda myndu hins vegar skerðast. Þetta má meðal annars lesa út úr skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, en það olli fjaðrafoki á Alþingi í gær að hún skyldi ekki hafa verið birt. Markmið skýrslunnaar er að varpa ljósi á það hvaða áhrif það hefði á afkomu íslenskra bænda, ef landbúnaðarstefna Evrópusambandsins næði til þeirra, en styrkir til bænda hér á landi eru talsvert umfangsmeiri nú, en til bænda í Evrópusambandinu. Bændasamtökin telja þessa úttekt á áhrifum af inngöngu í Evrópusambandið á íslenskan landbúnað ófullnægjandi Hagfræðistofnunin telur að verð á kjúklingum lækki um 70% og verð á á eggjum og mjólkurvörum lækki um 55-60% með inngöngu í Evrópusambandið. Niðurstöður stofnunarinnar benda til að verð til bænda á kinda- og nautakjöti breytist ekki mikið. Þá má velta því fyrir sér hvort kjúklingaframleiðsla sé yfir höfuð landbúnaðar- frekar en iðnaðarframleiðsla.Niðurstöður skýrslunnar Milli aðildarríkja ESB ríkir nær fullt frelsi til inn- og útflutnings landbúnaðarafurða, líkt og gildir um alla þjónustu og vörur sem fluttar eru á milli landanna. Skýrsla Hagfræðistofnunar leitaðist við að áætla stöðu íslenskra búa ef þau byggju við þá styrki og tollareglur sem gilda á Finnlandi, sem er aðili að ESB. Niðurstöður skýrslunnar benda til þess að verð til bænda á kinda- og nautakjöti breytist ekki mikið þó tollar til ESB falli niður. Sauðfjárbændur virðast því í fljótu bragði ekki hafa mikið að óttast þótt Ísland gangi í ESB og tollmúrar falli niður, að mati Hagfræðistofnunar. Gögn OECD benda til þess að verð til bænda lækki mikið á kjúklingum, eggjum, mjólk og mjólkurvörum og svínakjöti ef tollar falla niður á innflutningi frá Evrópusambandslöndunum. Langmest yrði verðlækkunin á kjúklingum eða 70%, 55-60% á eggjum og mjólkurvörum og verð á svínakjöti myndi lækka um 35% ef marka má skýrslu hagfræðistofnunarinnar. Almennt matvöruverð út úr búð er að jafnaði 30% lægra í Evrópusambandinu en hér á landi og verð til bænda er að jafnaði 65-70% lægra ef tölur frá OECD eru lagðar til grundvallar. Búvöruframleiðsla í Finnlandi hefur ekki minnkað að ráði síðan Finnar gengu í ESB og mjólkurframleiðsla hélst nokkurn vegin óbreytt í lítrum talið eftir inngöngu. Íslenska ríkið greiddi 4,8 milljarða til mjólkurframleiðslu og 3,5 milljarða til sauðfjárræktar, í gegnum styrkjakerfi landbúnaðarins á síðasta ári.Áhrif á afkomu búa Niðurstöður úr skýrslu Hagfræðistofnunar benda til þess að tekjur búanna dragist verulega saman vegna lækkandi afurðaverðs og verðlækkana til bænda. Tekjur til bænda munu því minnka til muna. Á hinn bóginn myndi norðurslóðastuðningur af svipuðum toga og finnskir bændur njóta, draga verulega úr tekjumuninum og gera suma bændur jafn vel eða betur setta en þeir eru í dag. Einnig er líklegt að aðgangur bænda að evrópskum aðfangamarkaði muni lækka framleiðslukostnað að einhverju leyti. Talið er að afkoma sauðfjárbænda yrði umtalsvert betri en nú er, með inngöngu í ESB. Forsendur Hagfræðistofnunar um lægra verð, gera ráð fyrir allmikilli aukningu útflutnings.
Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent