Viðskipti innlent

Ný stjórn Íslandssjóða

Ný stjórn hefur verið skipuð hjá Íslandssjóðum. Þrír stjórnarmenn af fjórum eru óháðir Íslandsbanka.

Hin nýja stjórn félagsins samanstendur af eftirfarandi aðilum: Ársæll Valfells, viðskiptafræðingur, Bolli Héðinsson, hagfræðingur, Elín Jónsdóttir, lögfræðingur og Steinunn Bjarnadóttir, forstöðumaður reksturs og innra eftirlits Eignastýringar Íslandsbanka

Ný stjórn Íslandssjóða hefur tekið til starfa en fyrirtækið er dótturfélag Íslandsbanka og rekur verðbréfa- og fjárfestingasjóði bankans. Fyrirtækið var með tæplega 133 milljarða króna í stýringu um síðustu áramót.

Í tilkynningu segir að leitast var við að hafa stjórn Íslandssjóða óháða bankanum, og því er einungis einn af fjórum stjórnarmönnum í aðalstjórn félagsins starfsmaður bankans. Varastjórn skipa þau Erna Eiríksdóttir, Kristrún Auður Viðarsdóttir, Reimar Snæfells Pétursson og Stefán Sigurðsson.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×