FIH bankinn kemur Sjælsö Gruppen til hjálpar 28. ágúst 2009 08:46 FIH bankinn er meðal þeirra dönsku lánastofnanna sem koma að fjárhagslegri endurskipulagningu fasteignafélagsins Sjælsö Gruppen. Alls nemur aðstoðin 505 milljónum danskra kr. eða rúmum 12 milljörðum kr. FIH bankinn er sem kunnugt er í eigu íslenska ríkisins og þrotabú Samson heldur á 15% eignarhlut í Sjælsö Gruppen í gegnum SG Nord Holding. Sá hlutur var áður í eigu Björgólfs Thor Björgólfssonar. Greint er frá málinu á helstu viðskiptavefsíðum í Danmörku í morgun. Auk FIH bankans koma Amagerbanken A/S, Viscardi AG Investments Banking og SG Nord Hoilding að málinu. Þessir aðilar munu tryggja fyrrgreindar 505 milljónir danskra kr. í formi nýs hlutafés til Sjælsö Gruppen. Þá hefur Sjælsö Gruppen samið við FIH, Amagerbanken, HSH Nordbank AG og Aareal Bank AG um að styrkja fjárhagsstöðu félagsins. Endurskipulagningin felst m.a. annars í því að Sjælsö Gruppen rekur fjóra af hverjum tíu starfsmönnum sínum en þeir eru nú um 100 talsins. Þá er gert ráð fyrir að aðrar sparnaðar- og hagræðingaraðgerðir, auk uppsagnanna, muni nema um 100 milljónum danskra kr. á næsta ári. Í samkomulaginu sem náðst hefur er auk þess gert ráð fyrir að Sjælsö Gruppen og SG Nord Holding muni skipta með sér stóru fasteignaverkefni í Kaupmannahöfn sem gengur undir nafninu Chopenhagen Towers. Sjæslö Gruppen skilaði afleitu uppgjöri fyrir fyrstu sex máanuði ársins þar sem nettótapið nam rúmum 285 milljónum danskra kr. eða um 7 milljörðum kr. Félagið býst við frekara tapi út árið og afskriftaþröf sem liggur á bilinu 450 til 550 milljónir danskra kr.Hlutir í Sjælsö Gruppen hafa verið í frjálsu falli á markaðinum í morgun. Hafa nú lækkað um 25% frá opnun hans. Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
FIH bankinn er meðal þeirra dönsku lánastofnanna sem koma að fjárhagslegri endurskipulagningu fasteignafélagsins Sjælsö Gruppen. Alls nemur aðstoðin 505 milljónum danskra kr. eða rúmum 12 milljörðum kr. FIH bankinn er sem kunnugt er í eigu íslenska ríkisins og þrotabú Samson heldur á 15% eignarhlut í Sjælsö Gruppen í gegnum SG Nord Holding. Sá hlutur var áður í eigu Björgólfs Thor Björgólfssonar. Greint er frá málinu á helstu viðskiptavefsíðum í Danmörku í morgun. Auk FIH bankans koma Amagerbanken A/S, Viscardi AG Investments Banking og SG Nord Hoilding að málinu. Þessir aðilar munu tryggja fyrrgreindar 505 milljónir danskra kr. í formi nýs hlutafés til Sjælsö Gruppen. Þá hefur Sjælsö Gruppen samið við FIH, Amagerbanken, HSH Nordbank AG og Aareal Bank AG um að styrkja fjárhagsstöðu félagsins. Endurskipulagningin felst m.a. annars í því að Sjælsö Gruppen rekur fjóra af hverjum tíu starfsmönnum sínum en þeir eru nú um 100 talsins. Þá er gert ráð fyrir að aðrar sparnaðar- og hagræðingaraðgerðir, auk uppsagnanna, muni nema um 100 milljónum danskra kr. á næsta ári. Í samkomulaginu sem náðst hefur er auk þess gert ráð fyrir að Sjælsö Gruppen og SG Nord Holding muni skipta með sér stóru fasteignaverkefni í Kaupmannahöfn sem gengur undir nafninu Chopenhagen Towers. Sjæslö Gruppen skilaði afleitu uppgjöri fyrir fyrstu sex máanuði ársins þar sem nettótapið nam rúmum 285 milljónum danskra kr. eða um 7 milljörðum kr. Félagið býst við frekara tapi út árið og afskriftaþröf sem liggur á bilinu 450 til 550 milljónir danskra kr.Hlutir í Sjælsö Gruppen hafa verið í frjálsu falli á markaðinum í morgun. Hafa nú lækkað um 25% frá opnun hans.
Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira