STUÐMAÐUR OG FRÚ BJÓÐA ÚTLENDINGUM HEIM TIL SÍN 8. október 2009 04:00 Velkomin Valgeir Guðjónsson og Ásta Kristrún hafa bryddað upp á þeirri skemmtilegu nýjung að bjóða útlendingum heim til sín í Vesturbæinn. Íslendingar geta líka fengið að kynnast þessari sérstöku ferðaþjónustu og hlýtt á ljúfa tóna og fyrirlestur um fornöld og víkinga.Fréttablaðið/GVA „Við Ásta höfum stundum rætt þetta, hvort það væri ekki gaman að bjóða upp á svona hér á Íslandi. Við höfum séð þetta í útlöndum og farið í svona og þetta er miklu persónulegra heldur en að láta einhvern fararstjóra þusa yfir manni á fleygiferð inni í rútu,“ segir Valgeir Guðjónsson, Stuðmaður með meiru. Hann og eiginkonan, Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, ákváðu í sumar að opna hús sitt í Vesturbænum fyrir útlendingum, bjóða þeim upp á alvöru íslenska gestrisni með smá fyrirlestrum um íslenska þjóð, sögu hennar og menningu. Ef einhverjir vilja geta þeir fengið að gæða sér á rammíslenskum veigum sem þau hjónin reiða fram. Heimasíðan reykjavikhospitality.com segir raunar allt sem segja þarf en verkefnið er ungt og enn í mótun. Valgeir útskýrir að það hafi kviknað í sumar. „Við ákváðum að kanna málið og sáum að það var ekkert svona í boði og höfum í rólegheitunum verið að koma þessu á koppinn.“ Valgeir segir að þau hafi gert sér grein fyrir því að þau væru ágætlega sett til þess að taka á móti fólki heima hjá sér. „Maður grípur í gítarinn og svo tengdist ég fornaldar- og víkingasögunni ágætlega hér á árum áður og get því frætt fólk um þann tíma í lífi þessarar þjóðar.“ Valgeir segir þetta hafa farið nokkuð rólega af stað, þau hafi þó fengið nokkra hópa þar sem þetta hafi mælst vel fyrir. „Við fengum til að mynda hóp af Bandaríkjamönnum hingað til okkar um daginn, þetta eru gamlir starfsfélagar, vísindafólk, og það hefur verið þeirra ær og kýr að ferðast saman og fara inn á heimili fólks um allan heim. Það var því ekkert síðra fyrir okkur en þau að hittast og við áttum mjög ánægjulega stund.“ Valgeir bætir því við að þeim hafi alls ekki liðið eins og þau væru stödd á einhverjum útnára, hér töluðu til að mynda allir ensku upp á 8,5. Aðspurður hvort þjónustan standi Íslendingum til boða segir Valgeir að auðvitað séu landar hans velkomnir heim til þeirra. „Ef fólk er að fara eitthvað út þá bjóðum við fram krafta okkar sem gestgjafar,“ en áhugasamir Íslendingar geta nálgast það á heimasíðunni nematorg.is. Útlendingum er hins vegar bent á áðurnefnda heimasíðu, reykjavikhospitality.com.freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin Sjá meira
„Við Ásta höfum stundum rætt þetta, hvort það væri ekki gaman að bjóða upp á svona hér á Íslandi. Við höfum séð þetta í útlöndum og farið í svona og þetta er miklu persónulegra heldur en að láta einhvern fararstjóra þusa yfir manni á fleygiferð inni í rútu,“ segir Valgeir Guðjónsson, Stuðmaður með meiru. Hann og eiginkonan, Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, ákváðu í sumar að opna hús sitt í Vesturbænum fyrir útlendingum, bjóða þeim upp á alvöru íslenska gestrisni með smá fyrirlestrum um íslenska þjóð, sögu hennar og menningu. Ef einhverjir vilja geta þeir fengið að gæða sér á rammíslenskum veigum sem þau hjónin reiða fram. Heimasíðan reykjavikhospitality.com segir raunar allt sem segja þarf en verkefnið er ungt og enn í mótun. Valgeir útskýrir að það hafi kviknað í sumar. „Við ákváðum að kanna málið og sáum að það var ekkert svona í boði og höfum í rólegheitunum verið að koma þessu á koppinn.“ Valgeir segir að þau hafi gert sér grein fyrir því að þau væru ágætlega sett til þess að taka á móti fólki heima hjá sér. „Maður grípur í gítarinn og svo tengdist ég fornaldar- og víkingasögunni ágætlega hér á árum áður og get því frætt fólk um þann tíma í lífi þessarar þjóðar.“ Valgeir segir þetta hafa farið nokkuð rólega af stað, þau hafi þó fengið nokkra hópa þar sem þetta hafi mælst vel fyrir. „Við fengum til að mynda hóp af Bandaríkjamönnum hingað til okkar um daginn, þetta eru gamlir starfsfélagar, vísindafólk, og það hefur verið þeirra ær og kýr að ferðast saman og fara inn á heimili fólks um allan heim. Það var því ekkert síðra fyrir okkur en þau að hittast og við áttum mjög ánægjulega stund.“ Valgeir bætir því við að þeim hafi alls ekki liðið eins og þau væru stödd á einhverjum útnára, hér töluðu til að mynda allir ensku upp á 8,5. Aðspurður hvort þjónustan standi Íslendingum til boða segir Valgeir að auðvitað séu landar hans velkomnir heim til þeirra. „Ef fólk er að fara eitthvað út þá bjóðum við fram krafta okkar sem gestgjafar,“ en áhugasamir Íslendingar geta nálgast það á heimasíðunni nematorg.is. Útlendingum er hins vegar bent á áðurnefnda heimasíðu, reykjavikhospitality.com.freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin Sjá meira