Samkeppniseftirlitið blessar samruna Vestia og Teymis 8. október 2009 10:32 Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að hafast frekar að vegna samruna Vestia ehf. og Teymis hf. Þetta kemur fram í úrskurði sem birtur hefur verið á vefsíðu eftirlitsins. Í kjölfar nauðasamninga í sumar eignaðist Vestia, sem er eignarhaldsfélag Nýja Landsbankans (NBI), 57% hlutafjár í Teymi en næst stærsti hluthafinn er Straumur með tæplega 8% hlut og það sem eftir stendur er í eigu annarra kröfuhafa. Í umfjöllun Samkeppniseftirlitsins um málið segir að fram komií samrunaskrá að NBI hafi verið stærsti kröfuhafi Teymissamstæðunnar og að samruninn sé liður í fullnustu þessara krafna NBI á hendur Teymi. Sagt er að til standi að selja eignarhlutinn í Teymi eins fljótt og hægt er með hliðsjón af ástandi fjármálamarkaða. Samkeppniseftirlitið telur að með framangreindu hafi NBI/Vestia náð yfirráðum yfir Teymi og um sé að ræða samruna í skilningi 17. gr. samkeppnislaga. Samkeppniseftirlitinu hafa borist ábendingar þar sem því er í aðalatriðum haldið fram að fjárhagsleg endurskipulagning Teymis og lækkun skulda félagsins sem leiðir af umræddum nauðasamningum raski samkeppni. Í máli þessu liggur fyrir að Teymi stóð frammi fyrir alvarlegum fjárhagslegum erfiðleikum. Án aðgerða hefði það leitt til gjaldþrots, sbr. upplýsingar sem fram koma í samrunatilkynningu. Þess í stað var gerður nauðsamningur og í honum felst að lánardrottnar telja hag sínum best borgið með því að Teymi og tengd félög starfi áfram svo unnt sé að selja þau síðar. Til þess að stuðla að þessu var gripið til aðgerða sem lánardrottnar telja nauðsynlegar til að tryggja áframhaldandi starfsemi og verðmæti þessara félaga. Í þessu felst einnig að fyrrum eigendur Teymis tapa að öllu leyti eign sinni í félaginu og er því ekki um það að ræða að þeim sé hyglt með óeðlilegum hætti. Afleiðing þessara ráðstafana er m.a. sú að Og fjarskipti starfa áfram á markaðnum í samkeppni við t.d. Símann. Eins og að framan greinir telur Samkeppniseftirlitið að samruni þessa máls raski ekki samkeppni skv. þeim viðmiðunum sem felast í 17. gr. samkeppnislaga. Það ákvæði veitir að mati Samkeppniseftirlitsins ekki sjálfstæða heimild til að leggja mat á það hvort að lánardrottnar Teymis hafi lækkað skuldir félagsins óeðlilega mikið í tengslum við framangreinda endurskipulagningu. Kemur það atriði því ekki til skoðunar í þessu máli. Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að hafast frekar að vegna samruna Vestia ehf. og Teymis hf. Þetta kemur fram í úrskurði sem birtur hefur verið á vefsíðu eftirlitsins. Í kjölfar nauðasamninga í sumar eignaðist Vestia, sem er eignarhaldsfélag Nýja Landsbankans (NBI), 57% hlutafjár í Teymi en næst stærsti hluthafinn er Straumur með tæplega 8% hlut og það sem eftir stendur er í eigu annarra kröfuhafa. Í umfjöllun Samkeppniseftirlitsins um málið segir að fram komií samrunaskrá að NBI hafi verið stærsti kröfuhafi Teymissamstæðunnar og að samruninn sé liður í fullnustu þessara krafna NBI á hendur Teymi. Sagt er að til standi að selja eignarhlutinn í Teymi eins fljótt og hægt er með hliðsjón af ástandi fjármálamarkaða. Samkeppniseftirlitið telur að með framangreindu hafi NBI/Vestia náð yfirráðum yfir Teymi og um sé að ræða samruna í skilningi 17. gr. samkeppnislaga. Samkeppniseftirlitinu hafa borist ábendingar þar sem því er í aðalatriðum haldið fram að fjárhagsleg endurskipulagning Teymis og lækkun skulda félagsins sem leiðir af umræddum nauðasamningum raski samkeppni. Í máli þessu liggur fyrir að Teymi stóð frammi fyrir alvarlegum fjárhagslegum erfiðleikum. Án aðgerða hefði það leitt til gjaldþrots, sbr. upplýsingar sem fram koma í samrunatilkynningu. Þess í stað var gerður nauðsamningur og í honum felst að lánardrottnar telja hag sínum best borgið með því að Teymi og tengd félög starfi áfram svo unnt sé að selja þau síðar. Til þess að stuðla að þessu var gripið til aðgerða sem lánardrottnar telja nauðsynlegar til að tryggja áframhaldandi starfsemi og verðmæti þessara félaga. Í þessu felst einnig að fyrrum eigendur Teymis tapa að öllu leyti eign sinni í félaginu og er því ekki um það að ræða að þeim sé hyglt með óeðlilegum hætti. Afleiðing þessara ráðstafana er m.a. sú að Og fjarskipti starfa áfram á markaðnum í samkeppni við t.d. Símann. Eins og að framan greinir telur Samkeppniseftirlitið að samruni þessa máls raski ekki samkeppni skv. þeim viðmiðunum sem felast í 17. gr. samkeppnislaga. Það ákvæði veitir að mati Samkeppniseftirlitsins ekki sjálfstæða heimild til að leggja mat á það hvort að lánardrottnar Teymis hafi lækkað skuldir félagsins óeðlilega mikið í tengslum við framangreinda endurskipulagningu. Kemur það atriði því ekki til skoðunar í þessu máli.
Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun