Erlent

Morðið í Óðinsvéum: Sló stelpuna 20 sinnum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan í Danmörku rannsakar morðið.
Lögreglan í Danmörku rannsakar morðið.
Fertugur danskur karlmaður, sem er grunaður um að hafa myrt 13 ára gamla dóttur sína í Óðinsvéum í gær, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í fjórar vikur. Samkvæmt læknisráði verður maðurinn vistaður á geðdeild á gæsluvarðhaldstímanum.

Maðurinn lýsti því í smáatriðum fyrir dómara í dag hvað gerðist í gær þegar stúlkan var myrt. Stúlkan hafi tekið upp vasahníf og byrjað að stinga hann. Maðurinn sagði að það væri ekki óvanalegt að þau feðginin rifust. Hún hafði áður hótað að skera hendur og fætur af föður sínum. Þegar stelpan hafi svo hótað að skera stjúpmóður sína með hnífnum hafi hann ákveðið að grípa til sinna ráða. Hann hafi því slegið hana 20 sinnum með skiptilykli. Konan hans hafi svo hringt á neyðarlínuna og hann reynt að beita stelpuna fyrstu hjálp.

Maðurinn neitaði því fyrir dómara að hafa myrt dóttur sína en játar að hafa lamið hana með skiptilyklinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×