Við erum betri en menn héldu 6. janúar 2009 13:38 Einar Árni og félagar hafa staðið sig mjög vel framan af vetri Mynd/Stefán "Ég hefði líklega tekið þessum fimm sigrum fagnandi í byrjun tímabils, en ég er líka svekktur að vera ekki kominn með sjö," sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Breiðabliks sem í dag var kjörinn besti þjálfarinn í fyrstu ellefu umferðum Iceland Express deildarinnar. Breiðablik hefur komið flestum á óvart í vetur og hefur unnið fimm af ellefu leikjum sínum. Liðið situr í sjöunda sæti deildarinnar en því var spáð falli í árlegri spá í haust. "Við eigum að geta bætt okkur í seinni hlutanum. Við höfum verið ótrúlega óheppnir með meiðsli og ég held að ég hafi aldrei á mínum þjálfaraferli lent í öðru eins með það. Við höfum verið fáliðaðir að undanförnu en það er allt að koma til," sagði Einar, en Blikar eru reyndar að endurheimta nokkra af leikmönnum sínum úr meiðslum um þessar mundir og fengu liðsstyrk í formi Þorsteins Gunnlaugssonar fyrir lokaátökin. Talað hefur verið um að Breiðablik sé spútniklið fyrri umferðarinnar í Iceland Express deildinni og við spurðum Einar hvort liðið væri búið að spila upp fyrir sig í vetur - eða hvort það væri einfaldlega svona gott. "Við erum betri en menn héldu og þetta lið á eftir að bæta sig meira. Ég ætla ekki að segja að það hefði verið eitthvað lið sem var líklegra til að falla en við. Menn töluðum um okkur, FSu og Skallagrím og Borgnesingarnir lentu auðvitað í miklum mannabreytingum og því fannst mér það kannski ekkert út úr kortinu. Deildin er í raun að spilast í takt við það sem maður bjóst við," sagði Einar í samtali við Vísi. Markmið Einars og Blika er óbreytt þrátt fyrir gott gengi í fyrri umferðinni og stefnan sett á að halda liðinu í úrvalsdeild. "Síðari hálfleikurinn er alltaf erfiðari en sá fyrri og við eigum tvo mjög mikilvæga leiki strax í fyrstu tveimur umferðunum þegar við mætum Skallagrími og Þór. Þarna eigast við lið sem eru að berjast fyrir lífi sínu og það eru alltaf erfiðir leikir," sagði Einar. Við spurðum hann að lokum hvort hann væri tilbúinn að lofa því að halda liðinu í efstu deild. "Ég hef fulla trú á því að við höldum okkur uppi í vetur. Ég held að við eigum eftir að verða betri og höfum gott svigrúm til að bæta okkur frekar." Dominos-deild karla Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira
"Ég hefði líklega tekið þessum fimm sigrum fagnandi í byrjun tímabils, en ég er líka svekktur að vera ekki kominn með sjö," sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Breiðabliks sem í dag var kjörinn besti þjálfarinn í fyrstu ellefu umferðum Iceland Express deildarinnar. Breiðablik hefur komið flestum á óvart í vetur og hefur unnið fimm af ellefu leikjum sínum. Liðið situr í sjöunda sæti deildarinnar en því var spáð falli í árlegri spá í haust. "Við eigum að geta bætt okkur í seinni hlutanum. Við höfum verið ótrúlega óheppnir með meiðsli og ég held að ég hafi aldrei á mínum þjálfaraferli lent í öðru eins með það. Við höfum verið fáliðaðir að undanförnu en það er allt að koma til," sagði Einar, en Blikar eru reyndar að endurheimta nokkra af leikmönnum sínum úr meiðslum um þessar mundir og fengu liðsstyrk í formi Þorsteins Gunnlaugssonar fyrir lokaátökin. Talað hefur verið um að Breiðablik sé spútniklið fyrri umferðarinnar í Iceland Express deildinni og við spurðum Einar hvort liðið væri búið að spila upp fyrir sig í vetur - eða hvort það væri einfaldlega svona gott. "Við erum betri en menn héldu og þetta lið á eftir að bæta sig meira. Ég ætla ekki að segja að það hefði verið eitthvað lið sem var líklegra til að falla en við. Menn töluðum um okkur, FSu og Skallagrím og Borgnesingarnir lentu auðvitað í miklum mannabreytingum og því fannst mér það kannski ekkert út úr kortinu. Deildin er í raun að spilast í takt við það sem maður bjóst við," sagði Einar í samtali við Vísi. Markmið Einars og Blika er óbreytt þrátt fyrir gott gengi í fyrri umferðinni og stefnan sett á að halda liðinu í úrvalsdeild. "Síðari hálfleikurinn er alltaf erfiðari en sá fyrri og við eigum tvo mjög mikilvæga leiki strax í fyrstu tveimur umferðunum þegar við mætum Skallagrími og Þór. Þarna eigast við lið sem eru að berjast fyrir lífi sínu og það eru alltaf erfiðir leikir," sagði Einar. Við spurðum hann að lokum hvort hann væri tilbúinn að lofa því að halda liðinu í efstu deild. "Ég hef fulla trú á því að við höldum okkur uppi í vetur. Ég held að við eigum eftir að verða betri og höfum gott svigrúm til að bæta okkur frekar."
Dominos-deild karla Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira