Innlent

Upplýst verði um tengsl fjárstyrkjanna og REI

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, telur að almenningur vilji vita hvort tengsl hafi verið á milli fjárstyrkja til Sjálfstæðisflokksins og ákvarðanatöku um Reykjavik Energy Invest, REI.Undanfarna daga hefur talsverið verið fjallað um risastyrki sem Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 2006 skömmu áður en lög um hámarksframlög til stjórnmálaflokka tóku gildi. Þá styrktu FL Group flokkinn um 30 milljónir króna og Landsbankinn fyrst um 5 milljónir og síðar á árinu 25 milljónir.Upplýst var í gær að hverjir sáum styrkina fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, sagði í kjölfarið að Sjálfstæðisflokkurinn hefði gert hreint fyrir sínum dyrum.Gunnar er ekki sammála því og telur að horfa þurfi á málið í víðara samhengi. Hann sagði í síðdegisfréttum Ríkisútvarpsins að hópur stjórnmálamanna hafi aflað styrkja fyrir Sjálfstæðisflokkinn skömmu áður en lög um fjárstyrki til stjórnmálaflokka tóku gildi. Sami hópur að hluta hafi næstu mánuði komið að stefnumótum sem varðaði FL Group.„Ég held að frá sjónarhóli margra kjósenda þá vilji menn vita meira hvað fór þessum aðilum á milli og hvort það hafi verið einhver tengsl á milli fjárstuðnings og þeirra ákvörðunartöku sem átti sér stað mánuðina á eftir um REI og skyldmálefni,“ segir Gunnar Helgi.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.