Viðskipti innlent

Starfsfólki og stjórn Byrs létt vegna rannsóknar

Stjórn Byrs hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna húsleitar sérstaks saksóknara í höfuðstöðvum bankans í dag. Þar kemur fram að tilefni húsleitarinnar er málefni Exeter Holdings, einkahlutafélags sem keypti stofnbréf í Byr með láni frá sparisjóðnum.

Stjórnin ítrekar að skoðun embættis sérstaks saksóknara hafi engin áhrif á almenna starfsemi bankans eða viðskiptavini Byrs. Þá hefur stjórnin ennfremur beint þeim tilmælum til starfsfólks síns að aðstoða embætti sérstaks saksóknara eftir fremsta megni.

Þá segir í lok yfirlýsingarinnar að það sé léttir fyrir starfsfólk og stjórn bankans að málið sé í farvegi. Vonast þau til þess að óvissu um málefni Exeter Holdings ljúki sem fyrst.

Tilkynninguna má lesa hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Sérstakur saksóknari aflaði gagna í húsleit hjá Byr

Menn á vegum Ólafs Haukssonar sérstaks saksóknara öfluðu gagna í húsleit í Byr í dag í framhaldi af rannsókn þeirri sem Fjármálaeftirlitið vísaði til sérstaks saksóknara varðandi eignarhaldsfélagið Exeter Holdings.

Húsleitin snýr ekki að bankanum eða starfsmönnum

Samkvæmt upplýsingum MP banka snýr húsleit embættis sérstaks saksóknara í bankanum í dag að ákveðnum viðskiptavinum bankans en ekki að bankanum sjálfum eða starfsmönnum hans. Bankinn hefur veitt allar umbeðnar upplýsingar og mun aðstoða embætti sérstaks saksóknara eftir föngum, að fram kemur í tilkynningu frá bankanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×