Lífið

Ólafur fær góða dóma

ólafur arnalds
ólafur arnalds

Ólafur Arnalds fær átta í einkunn af tíu mögulegum hjá breska tímaritinu Clash Music fyrir plötu sína Found Songs. Á plötunni er safn laga sem Ólafur samdi í vor á óvenjulegan hátt. Hann samdi þau til á píanó, tók upp og gaf út eitt lag á Netinu ókeypis á hverjum degi í heila viku.

„Hugmyndin á bak við þessa plötu er hjartnæm. Að taka sjö einföld píanólög og gefa eitt út í einu á Twitter í hverri viku," segir í dómnum. „Þetta er spennandi, árangursríkt og vel heppnað. Frábær tilraun." - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.