Viðskipti innlent

Vildu tækla kreppuna beint

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar Guðjónsson forstjóri Opinna Kerfa.
Gunnar Guðjónsson forstjóri Opinna Kerfa.
„Við völdum að tækla kreppuna beint frekar en að bíða átekta" sagði Gunnar Guðjónsson, forstjóri Opinna Kerfa, á fjármálaþingi Íslandsbanka sem haldið var í dag á Hótel Nordica.

Gunnar sagði frá reynslu fyrirtækisins við að takast á við ástandið sem ríkir í atvinnulífinu og hvernig tókst með samstilltu átaki starfsmanna og stjórnenda að lækka rekstrarkostnað um fjórðung um leið og starfsánægja jókst mælanlega.

„Sá sem fyrstur fer í gegnum breytingaferlið verður fljótastur að aðlagast nýjum veruleika og hleypur því hraðast þegar umhverfið réttir úr sér" sagði Gunnar. Þannig gæti fyrirtækið komist í gegnum niðursveiflu á markaði og verið í stakk búið að takast á við nánustu framtíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×