Erlent

Fasteignaverð hrynur í Bandaríkjunum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Næstum því þrjú af hverjum tíu heimilum í Bandaríkjunum eru komin í þá stöðu að fasteignalán eru orðin hærri en sem nemur verðmæti fasteignarinnar. Að meðaltali hefur fasteignaverð í Bandaríkjunum lækkað um 14,2 prósent síðan það náði hámarki árið 2006 og hefur verðgildi þarlendra fasteigna rýrnað um 704 milljarða dollara á fyrsta fjórðungi þessa árs. Þau tilfelli þar sem fasteignalánin eru komin yfir verð eignarinnar námu rúmum 17 prósentum síðasta fjórðung ársins 2008 en eru rétt undir 30 prósentum á þeim ársfjórðungi sem nú var að ljúka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×