Dauður banki greiðir starfsmönnum stóra bónusa 22. desember 2009 08:53 Fjárfestingarbankinn Lehman Brothers er dauður fyrir löngu síðan en það kemur ekki í veg fyrir að bankinn greiði starfsmönnum sínum stóra bónusa. Lehman Brothers varð gjaldþrota með miklum hvelli í fyrrahaust og miða margir upphaf fjármálakreppunnar við hrun bankans. Á skrifstofum Lehman Brothers í London er þó enn verið að ráða starfsmenn til bankans og að sögn business.dk fékk bankinn í síðustu viku orð dómara fyrir því að hann mætti greiða starfsmönnum sínum 50 milljónir dollara, eða 6,4 miljarða kr. í bónusa. Það er tiltektin eftir gjaldþrotið sem kallar á fleiri starfsmenn að bankanum og þeir þurfa að fá góð laun fyrir því annars haldast þeir ekki í starfinu og hindra þannig að tiltektin verði eins vel úr garði gerð og hugsanlegt er. Einhvern veginn þannig hljómar rökstuðningurinn fyrir bónusgreiðslunum. „Það þarf nefnilega svo mikla tiltekt að aðeins skörpustu fjármálasérfræðingar og endurskoðendur geta komist til botns í skjalabunkunum og hinum mörgu kröfum frá kröfuhöfunum," segir í fréttinni á business.dk. Skrifstofa Lehman Brothers í London var sú stærsta utan höfuðstöðva bankans í Bandaríkjunum. Í góðærinu unnu þar um 5.300 manns. Þegar bankinn féll voru 2.800 þeirra yfirfærðir til Nomura en 1.000 voru reknir og aðrir 1.000 fundu sér annað starf. Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fjárfestingarbankinn Lehman Brothers er dauður fyrir löngu síðan en það kemur ekki í veg fyrir að bankinn greiði starfsmönnum sínum stóra bónusa. Lehman Brothers varð gjaldþrota með miklum hvelli í fyrrahaust og miða margir upphaf fjármálakreppunnar við hrun bankans. Á skrifstofum Lehman Brothers í London er þó enn verið að ráða starfsmenn til bankans og að sögn business.dk fékk bankinn í síðustu viku orð dómara fyrir því að hann mætti greiða starfsmönnum sínum 50 milljónir dollara, eða 6,4 miljarða kr. í bónusa. Það er tiltektin eftir gjaldþrotið sem kallar á fleiri starfsmenn að bankanum og þeir þurfa að fá góð laun fyrir því annars haldast þeir ekki í starfinu og hindra þannig að tiltektin verði eins vel úr garði gerð og hugsanlegt er. Einhvern veginn þannig hljómar rökstuðningurinn fyrir bónusgreiðslunum. „Það þarf nefnilega svo mikla tiltekt að aðeins skörpustu fjármálasérfræðingar og endurskoðendur geta komist til botns í skjalabunkunum og hinum mörgu kröfum frá kröfuhöfunum," segir í fréttinni á business.dk. Skrifstofa Lehman Brothers í London var sú stærsta utan höfuðstöðva bankans í Bandaríkjunum. Í góðærinu unnu þar um 5.300 manns. Þegar bankinn féll voru 2.800 þeirra yfirfærðir til Nomura en 1.000 voru reknir og aðrir 1.000 fundu sér annað starf.
Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira