Viðskipti innlent

Á annan tug fyrirtækja í gjörgæslu hjá Íslandsbanka

Á annan tug fyrirtækja og félaga eru í gjörgæslu hjá Íslandsbanka. Menn óttast að þetta sé aðeins toppurinn á ísjakanum.

Icelandair Group er nú svo gott sem komið í ríkiseigu eins og greint hefur verið frá í dag. Bankastjóri Íslandsbanka segir innlausn hlutabréfa í Icelandair Group fyrstu slíka aðgerðina sem bankinn hafi farið í, en viðurkennir að mörg önnur félög séu í vanda.

„Við erum að vinna með nokkrum tugum félaga þar sem erum að reyna að finna lausn. Sem betur fer telst það enn í tugum ekki að telja í hundruðum þannig að við vonum að það fjölgi ekki mikið í þeim hópi. En við erum að vinna mjög þétt með mörgum félögum og finna lausn á þeirra lánavanda," segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Líklegt er að bankinn þurfi að taka yfir einhver af þeim félögum, segir Birna.

Einar Sveinsson, fjárfestir, stjórnarformaður N1 og varaformaður stjórnar Icelandair Group, sagðist í samtali við fréttastofu óttast að nú sjáist aðeins toppurinn á ísjakanum - mörg félög muni hljóta sömu örlög og Icelandair Group.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×