KR upp fyrir Val 14. janúar 2009 20:54 Margrét Kara og félagar í KR unnu góðan sigur á Val í kvöld Þrettánda umferðinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta fór fram í kvöld. KR vann öruggan 77-53 sigur á Val og hirti þar með fjórða sætið af Valsliðinu. Sigur KR í kvöld var afar dýrmætur því hann fer langt með að tryggja liðinu fjórða og síðasta sætið í A-riðli þegar deildinni verður skipt upp í A- og B-riðil eftir næstu umferð. Sigur KR í kvöld þýðir að liðið hefur nú betri stöðu í innbyrðisviðureignum við Val. KR á útileik við botnlið Fjölnis eftir í lokaumferðinni, en Valur mætir Keflavík. Valsliðið verður að vinna Keflavík og treysta á að KR tapi fyrir Fjölni til að hirða sætið í A-riðlinum. Fjögur efstu liðin í deildinni fara í A-riðil eftir næstu umferð og leika innbyrðis heima og heiman og sömu sögu er að segja af fjórum neðstu liðunum. Liðin taka stigin sem þau hafa fengið í deildinni til þessa með sér inn í riðlana. Tvö efstu liðin í B-riðli komast inn í sex liða úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn í vor, en þar mæta þau liðunum fjórum í A-riðlinum. Sigrún Ámundadóttir var atkvæðamest í liði KR í kvöld með 18 stig og 9 fráköst, Hildur Sigurðardóttir skoraði 10 stig og hirti 11 fráköst og Margrét Kara Sturludóttir skoraði 10 stig. Hjá Val var Signý Hermannsdóttir með 19 stig, 14 fráköst og 5 varin skot og Þórunn Bjarnadóttir skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst. Haukaliðið er enn í efsta sæti eftir 83-68 sigur á Grindavík í kvöld. Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði 21 stig fyrir Hauka, Slavica Dimovska 20, Ragna Brynjarsdóttir skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst og Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 16 stig, hirti 11 fráköst og stal 6 boltum. Pétrúnella Skúladóttir var atkvæðamest hjá Grindavík með 16 stig og 19 fráköst og Helga Hallgrímsdóttir skoraði 12 stig og hirti 11 fráköst. Keflavík lagði Hamar 95-79 í Keflavík. Birna Valgarðsdóttir skoraði 31 stig og hirti 10 fráköst fyrir Keflavík og Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 27 stig, hirti 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Julia Demirer var atkvæðamest hjá Hamri með 25 stig og 12 fráköst og LaKiste Barkus var með 22 stig, 8 fráköst og 6 stolna bolta. Loks vann Snæfell stórsigur á Fjölni í uppgjöri botnliðanna þar sem Fjölnisliðið gerði aðeins 12 stig í öllum fyrri hálfleiknum. Berglind Gunnarsdóttir skoraði 18 stig fyrir Snæfell, Kristen Green 16 og Gunnhildur Gunnarsdóttir 14, en Birna Eiríksdóttir skoraði 16 stig fyrir Fjölni. Haukar eru á toppnum með 24 stig, Keflavík hefur 20 stig í öðru sæti og Hamar er í þriðja sæti með 18 stig. KR og Valur hafa 14 stig í fjórða og fimmta sæti. Grindavík hefur 8 stig í sjötta sæti og Snæfell og Fjölnir reka lestina með 4 og 2 stig. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Þrettánda umferðinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta fór fram í kvöld. KR vann öruggan 77-53 sigur á Val og hirti þar með fjórða sætið af Valsliðinu. Sigur KR í kvöld var afar dýrmætur því hann fer langt með að tryggja liðinu fjórða og síðasta sætið í A-riðli þegar deildinni verður skipt upp í A- og B-riðil eftir næstu umferð. Sigur KR í kvöld þýðir að liðið hefur nú betri stöðu í innbyrðisviðureignum við Val. KR á útileik við botnlið Fjölnis eftir í lokaumferðinni, en Valur mætir Keflavík. Valsliðið verður að vinna Keflavík og treysta á að KR tapi fyrir Fjölni til að hirða sætið í A-riðlinum. Fjögur efstu liðin í deildinni fara í A-riðil eftir næstu umferð og leika innbyrðis heima og heiman og sömu sögu er að segja af fjórum neðstu liðunum. Liðin taka stigin sem þau hafa fengið í deildinni til þessa með sér inn í riðlana. Tvö efstu liðin í B-riðli komast inn í sex liða úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn í vor, en þar mæta þau liðunum fjórum í A-riðlinum. Sigrún Ámundadóttir var atkvæðamest í liði KR í kvöld með 18 stig og 9 fráköst, Hildur Sigurðardóttir skoraði 10 stig og hirti 11 fráköst og Margrét Kara Sturludóttir skoraði 10 stig. Hjá Val var Signý Hermannsdóttir með 19 stig, 14 fráköst og 5 varin skot og Þórunn Bjarnadóttir skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst. Haukaliðið er enn í efsta sæti eftir 83-68 sigur á Grindavík í kvöld. Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði 21 stig fyrir Hauka, Slavica Dimovska 20, Ragna Brynjarsdóttir skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst og Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 16 stig, hirti 11 fráköst og stal 6 boltum. Pétrúnella Skúladóttir var atkvæðamest hjá Grindavík með 16 stig og 19 fráköst og Helga Hallgrímsdóttir skoraði 12 stig og hirti 11 fráköst. Keflavík lagði Hamar 95-79 í Keflavík. Birna Valgarðsdóttir skoraði 31 stig og hirti 10 fráköst fyrir Keflavík og Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 27 stig, hirti 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Julia Demirer var atkvæðamest hjá Hamri með 25 stig og 12 fráköst og LaKiste Barkus var með 22 stig, 8 fráköst og 6 stolna bolta. Loks vann Snæfell stórsigur á Fjölni í uppgjöri botnliðanna þar sem Fjölnisliðið gerði aðeins 12 stig í öllum fyrri hálfleiknum. Berglind Gunnarsdóttir skoraði 18 stig fyrir Snæfell, Kristen Green 16 og Gunnhildur Gunnarsdóttir 14, en Birna Eiríksdóttir skoraði 16 stig fyrir Fjölni. Haukar eru á toppnum með 24 stig, Keflavík hefur 20 stig í öðru sæti og Hamar er í þriðja sæti með 18 stig. KR og Valur hafa 14 stig í fjórða og fimmta sæti. Grindavík hefur 8 stig í sjötta sæti og Snæfell og Fjölnir reka lestina með 4 og 2 stig.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira