Innlent

Hafnfirðingar skoða framhald

Lúðvík Geirsson
Lúðvík Geirsson

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir nú skoðað hvort leitað verði eftir því að fá hnekkt ákvörðun Einkaleyfastofunnar um að bærinn fá ekki umbeðinn einkarétt á vörumerkinu Jólaþorpi.

Lúðvík segir málið snúast um réttarstöðu bæjarins gagnvart því að hafa búið til Jólaþorpsverkefnið. „Auðvitað vilja menn verja sína hagsmuni og við munum skoða það hvaða heimildir eru til staðar. Það er náttúrlega túlkunaratriði hvað er almennt og hvað ekki. Annars hefur þessi umræða og umfjöllun fjölmiðla orðið til þess að vekja enn betur en áður athygli á þessu frábæra framtaki hérna í bænum. Þannig að við erum auðvitað hæstánægð með það." - gar








Fleiri fréttir

Sjá meira


×