Opið bréf til heilbrigðisráðherra Ragnhildur Jóhannsdóttir skrifar 15. október 2009 06:00 Mikið hefur verið fundað í Heilbrigðisráðuneytinu um starfsemi Kragasjúkrahúsanna frá því haustið 2008. Til að gera langa sögu stutta ákvað nefnd á vegum Guðlaugs Þ. Þórðarsonar fyrrum heilbrigðisráðherra að loka skurðdeild St. Jósefsspítala Hafnarfirði, flytja átti hluta starfseminnar til Keflavíkur. Mikil mótmæli urðu við þeirri ákvörðun. Í febrúar 2009 var haldinn fjölmennur fundur í Hafnarfirði þar sem margir tóku til máls, og varst þú ein af mörgum sem mótmæltu þessari ákvörðun. Ögmundur Jónasson tók við sem heilbrigðisráðherra og ný von vaknaði. Ekkert gerðist nema skýr skilaboð um niðurskurð sem tekið var alvarlega af stjórn spítalans. Allir starfsmenn voru mjög meðvitaðir og tóku þátt í þeim niðurskurði. Þegar leið á sumarið var 12 skurðlæknum sagt upp aðstöðu á skurðdeildinni. Starfsemin minnkaði og líkja má ástandinu við hægt andlát. Á haustmánuðum voru loksins kallaðir fagaðilar frá Kragasjúkrahúsunum til ráðgjafar á vinnufund í heilbrigðisráðuneytinu, undir stjórn Huldu Gunnlaugsdóttur, forstjóra Landspítala - Háskólasjúkrahúss. Þar var okkur ætlað að koma með tillögur og ræða hlutverk Kragasjúkrahúsanna og samvinnu þeirra við LHÍ. En annað sýndi sig, ákveðið hafði verið að loka skurðdeild St. Jósefsspítala um næstu áramót. Engar tillögur eða sérálit voru leyfðar á þessum vinnufundi, einungis að finna leið til að loka. Það þarf vart að nefna hvaða áhrif þetta hefur haft á starfsfólk spítalans og skjólstæðinga okkar. Öll starfsemi er í uppnámi. Ef af þessari lokun verður er það aðför að heilbrigði kvenna. Hjá okkur er mikil starfsemi í kvenlækningum ásamt öðrum sérgreinum. Í þessu bréfi viljum við leggja sérstaka áherslu á kvenlækningar. Til okkar koma meðal annars konur með ýmis vandamál í grindarbotni t.d. vegna þvagleka, legsigs og endaþarmssigs. Mikil fagleg þekking og áratuga reynsla fer forgörðum ef þessari starfsemi verður hætt. Hvað er dýrmætast í öllum fyrirtækjum? Þekkingin og reynslan. Það er nokkuð ljóst að einungis hluti af þessum aðgerðum sem framkvæmdar eru á St. Jósefsspítala verður framkvæmdur á Lands spítala. LHÍ á að þjóna sínu hlutverki sem hátæknisjúkrahús fyrir alla landsmenn. Þá faglegu þekkingu sem til er á Kragasjúkrahúsunum á að nýta til að styrkja Landspítalann með því að sinna þeim skjólstæðingum sem ekki þurfa á hátækniþjónustu að halda. Þann 10. okt. síðastliðinn átti að tilkynna endanlega ákvörðun um hlutverk Kragasjúkrahúsanna. Enn á ný er skipt um heilbrigðisráðherra, engin stefnumótun er sjáanleg og allir bíða í óvissu. Það er merkilegt að þegar konur eru við völd, forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og forstjóri Landsspítala þá er vegið að heilbrigði kvenna. Er máttur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar kannski enn ríkjandi í þessari ákvörðun/tillögu? Hver er sparnaðurinn? Við höfum óskað eftir fundi með þér og vonumst til að fá að hitta þig áður en ákvörðun er tekin um framtíð skurðdeildar St. Jósefsspítala Hafnarfirði. Höfundur er deildarstjóri á St. Jósefsspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið fundað í Heilbrigðisráðuneytinu um starfsemi Kragasjúkrahúsanna frá því haustið 2008. Til að gera langa sögu stutta ákvað nefnd á vegum Guðlaugs Þ. Þórðarsonar fyrrum heilbrigðisráðherra að loka skurðdeild St. Jósefsspítala Hafnarfirði, flytja átti hluta starfseminnar til Keflavíkur. Mikil mótmæli urðu við þeirri ákvörðun. Í febrúar 2009 var haldinn fjölmennur fundur í Hafnarfirði þar sem margir tóku til máls, og varst þú ein af mörgum sem mótmæltu þessari ákvörðun. Ögmundur Jónasson tók við sem heilbrigðisráðherra og ný von vaknaði. Ekkert gerðist nema skýr skilaboð um niðurskurð sem tekið var alvarlega af stjórn spítalans. Allir starfsmenn voru mjög meðvitaðir og tóku þátt í þeim niðurskurði. Þegar leið á sumarið var 12 skurðlæknum sagt upp aðstöðu á skurðdeildinni. Starfsemin minnkaði og líkja má ástandinu við hægt andlát. Á haustmánuðum voru loksins kallaðir fagaðilar frá Kragasjúkrahúsunum til ráðgjafar á vinnufund í heilbrigðisráðuneytinu, undir stjórn Huldu Gunnlaugsdóttur, forstjóra Landspítala - Háskólasjúkrahúss. Þar var okkur ætlað að koma með tillögur og ræða hlutverk Kragasjúkrahúsanna og samvinnu þeirra við LHÍ. En annað sýndi sig, ákveðið hafði verið að loka skurðdeild St. Jósefsspítala um næstu áramót. Engar tillögur eða sérálit voru leyfðar á þessum vinnufundi, einungis að finna leið til að loka. Það þarf vart að nefna hvaða áhrif þetta hefur haft á starfsfólk spítalans og skjólstæðinga okkar. Öll starfsemi er í uppnámi. Ef af þessari lokun verður er það aðför að heilbrigði kvenna. Hjá okkur er mikil starfsemi í kvenlækningum ásamt öðrum sérgreinum. Í þessu bréfi viljum við leggja sérstaka áherslu á kvenlækningar. Til okkar koma meðal annars konur með ýmis vandamál í grindarbotni t.d. vegna þvagleka, legsigs og endaþarmssigs. Mikil fagleg þekking og áratuga reynsla fer forgörðum ef þessari starfsemi verður hætt. Hvað er dýrmætast í öllum fyrirtækjum? Þekkingin og reynslan. Það er nokkuð ljóst að einungis hluti af þessum aðgerðum sem framkvæmdar eru á St. Jósefsspítala verður framkvæmdur á Lands spítala. LHÍ á að þjóna sínu hlutverki sem hátæknisjúkrahús fyrir alla landsmenn. Þá faglegu þekkingu sem til er á Kragasjúkrahúsunum á að nýta til að styrkja Landspítalann með því að sinna þeim skjólstæðingum sem ekki þurfa á hátækniþjónustu að halda. Þann 10. okt. síðastliðinn átti að tilkynna endanlega ákvörðun um hlutverk Kragasjúkrahúsanna. Enn á ný er skipt um heilbrigðisráðherra, engin stefnumótun er sjáanleg og allir bíða í óvissu. Það er merkilegt að þegar konur eru við völd, forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og forstjóri Landsspítala þá er vegið að heilbrigði kvenna. Er máttur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar kannski enn ríkjandi í þessari ákvörðun/tillögu? Hver er sparnaðurinn? Við höfum óskað eftir fundi með þér og vonumst til að fá að hitta þig áður en ákvörðun er tekin um framtíð skurðdeildar St. Jósefsspítala Hafnarfirði. Höfundur er deildarstjóri á St. Jósefsspítala.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar