Opið bréf til heilbrigðisráðherra Ragnhildur Jóhannsdóttir skrifar 15. október 2009 06:00 Mikið hefur verið fundað í Heilbrigðisráðuneytinu um starfsemi Kragasjúkrahúsanna frá því haustið 2008. Til að gera langa sögu stutta ákvað nefnd á vegum Guðlaugs Þ. Þórðarsonar fyrrum heilbrigðisráðherra að loka skurðdeild St. Jósefsspítala Hafnarfirði, flytja átti hluta starfseminnar til Keflavíkur. Mikil mótmæli urðu við þeirri ákvörðun. Í febrúar 2009 var haldinn fjölmennur fundur í Hafnarfirði þar sem margir tóku til máls, og varst þú ein af mörgum sem mótmæltu þessari ákvörðun. Ögmundur Jónasson tók við sem heilbrigðisráðherra og ný von vaknaði. Ekkert gerðist nema skýr skilaboð um niðurskurð sem tekið var alvarlega af stjórn spítalans. Allir starfsmenn voru mjög meðvitaðir og tóku þátt í þeim niðurskurði. Þegar leið á sumarið var 12 skurðlæknum sagt upp aðstöðu á skurðdeildinni. Starfsemin minnkaði og líkja má ástandinu við hægt andlát. Á haustmánuðum voru loksins kallaðir fagaðilar frá Kragasjúkrahúsunum til ráðgjafar á vinnufund í heilbrigðisráðuneytinu, undir stjórn Huldu Gunnlaugsdóttur, forstjóra Landspítala - Háskólasjúkrahúss. Þar var okkur ætlað að koma með tillögur og ræða hlutverk Kragasjúkrahúsanna og samvinnu þeirra við LHÍ. En annað sýndi sig, ákveðið hafði verið að loka skurðdeild St. Jósefsspítala um næstu áramót. Engar tillögur eða sérálit voru leyfðar á þessum vinnufundi, einungis að finna leið til að loka. Það þarf vart að nefna hvaða áhrif þetta hefur haft á starfsfólk spítalans og skjólstæðinga okkar. Öll starfsemi er í uppnámi. Ef af þessari lokun verður er það aðför að heilbrigði kvenna. Hjá okkur er mikil starfsemi í kvenlækningum ásamt öðrum sérgreinum. Í þessu bréfi viljum við leggja sérstaka áherslu á kvenlækningar. Til okkar koma meðal annars konur með ýmis vandamál í grindarbotni t.d. vegna þvagleka, legsigs og endaþarmssigs. Mikil fagleg þekking og áratuga reynsla fer forgörðum ef þessari starfsemi verður hætt. Hvað er dýrmætast í öllum fyrirtækjum? Þekkingin og reynslan. Það er nokkuð ljóst að einungis hluti af þessum aðgerðum sem framkvæmdar eru á St. Jósefsspítala verður framkvæmdur á Lands spítala. LHÍ á að þjóna sínu hlutverki sem hátæknisjúkrahús fyrir alla landsmenn. Þá faglegu þekkingu sem til er á Kragasjúkrahúsunum á að nýta til að styrkja Landspítalann með því að sinna þeim skjólstæðingum sem ekki þurfa á hátækniþjónustu að halda. Þann 10. okt. síðastliðinn átti að tilkynna endanlega ákvörðun um hlutverk Kragasjúkrahúsanna. Enn á ný er skipt um heilbrigðisráðherra, engin stefnumótun er sjáanleg og allir bíða í óvissu. Það er merkilegt að þegar konur eru við völd, forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og forstjóri Landsspítala þá er vegið að heilbrigði kvenna. Er máttur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar kannski enn ríkjandi í þessari ákvörðun/tillögu? Hver er sparnaðurinn? Við höfum óskað eftir fundi með þér og vonumst til að fá að hitta þig áður en ákvörðun er tekin um framtíð skurðdeildar St. Jósefsspítala Hafnarfirði. Höfundur er deildarstjóri á St. Jósefsspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið fundað í Heilbrigðisráðuneytinu um starfsemi Kragasjúkrahúsanna frá því haustið 2008. Til að gera langa sögu stutta ákvað nefnd á vegum Guðlaugs Þ. Þórðarsonar fyrrum heilbrigðisráðherra að loka skurðdeild St. Jósefsspítala Hafnarfirði, flytja átti hluta starfseminnar til Keflavíkur. Mikil mótmæli urðu við þeirri ákvörðun. Í febrúar 2009 var haldinn fjölmennur fundur í Hafnarfirði þar sem margir tóku til máls, og varst þú ein af mörgum sem mótmæltu þessari ákvörðun. Ögmundur Jónasson tók við sem heilbrigðisráðherra og ný von vaknaði. Ekkert gerðist nema skýr skilaboð um niðurskurð sem tekið var alvarlega af stjórn spítalans. Allir starfsmenn voru mjög meðvitaðir og tóku þátt í þeim niðurskurði. Þegar leið á sumarið var 12 skurðlæknum sagt upp aðstöðu á skurðdeildinni. Starfsemin minnkaði og líkja má ástandinu við hægt andlát. Á haustmánuðum voru loksins kallaðir fagaðilar frá Kragasjúkrahúsunum til ráðgjafar á vinnufund í heilbrigðisráðuneytinu, undir stjórn Huldu Gunnlaugsdóttur, forstjóra Landspítala - Háskólasjúkrahúss. Þar var okkur ætlað að koma með tillögur og ræða hlutverk Kragasjúkrahúsanna og samvinnu þeirra við LHÍ. En annað sýndi sig, ákveðið hafði verið að loka skurðdeild St. Jósefsspítala um næstu áramót. Engar tillögur eða sérálit voru leyfðar á þessum vinnufundi, einungis að finna leið til að loka. Það þarf vart að nefna hvaða áhrif þetta hefur haft á starfsfólk spítalans og skjólstæðinga okkar. Öll starfsemi er í uppnámi. Ef af þessari lokun verður er það aðför að heilbrigði kvenna. Hjá okkur er mikil starfsemi í kvenlækningum ásamt öðrum sérgreinum. Í þessu bréfi viljum við leggja sérstaka áherslu á kvenlækningar. Til okkar koma meðal annars konur með ýmis vandamál í grindarbotni t.d. vegna þvagleka, legsigs og endaþarmssigs. Mikil fagleg þekking og áratuga reynsla fer forgörðum ef þessari starfsemi verður hætt. Hvað er dýrmætast í öllum fyrirtækjum? Þekkingin og reynslan. Það er nokkuð ljóst að einungis hluti af þessum aðgerðum sem framkvæmdar eru á St. Jósefsspítala verður framkvæmdur á Lands spítala. LHÍ á að þjóna sínu hlutverki sem hátæknisjúkrahús fyrir alla landsmenn. Þá faglegu þekkingu sem til er á Kragasjúkrahúsunum á að nýta til að styrkja Landspítalann með því að sinna þeim skjólstæðingum sem ekki þurfa á hátækniþjónustu að halda. Þann 10. okt. síðastliðinn átti að tilkynna endanlega ákvörðun um hlutverk Kragasjúkrahúsanna. Enn á ný er skipt um heilbrigðisráðherra, engin stefnumótun er sjáanleg og allir bíða í óvissu. Það er merkilegt að þegar konur eru við völd, forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og forstjóri Landsspítala þá er vegið að heilbrigði kvenna. Er máttur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar kannski enn ríkjandi í þessari ákvörðun/tillögu? Hver er sparnaðurinn? Við höfum óskað eftir fundi með þér og vonumst til að fá að hitta þig áður en ákvörðun er tekin um framtíð skurðdeildar St. Jósefsspítala Hafnarfirði. Höfundur er deildarstjóri á St. Jósefsspítala.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun