Erlent

Talsmaður Talíbana handtekinn í Pakistan

Frá Pakistan.
Frá Pakistan. MYND/AP
Yfirvöld í Pakistan segjast hafa handtekið mann sem talinn er vera helsti talsmaður Talíbana í landinu. Maulvi Omar er sagður hafa verið einn helsti aðstoðarmaður Baitullah Mehsuds sem talið er að hafi látist í sprengjuárás á dögunum. Fjölmiðlar greina frá því að talsmaðurinn hafi verið handtekinn í bíl rétt við afgönsku landamærin í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×