Viðskipti innlent

Hlutur Íslandsbanka í Icelandair Group er 2,1 milljarðs virði

Verðmæti hlutar Íslandsbanka í Icelandair Group nemur nú 2,1 milljarði kr. ef miðað er við gengi á hlutunum eins og það var við lokun markaða á föstudag.

Eins og fram hefur komið í fréttum leysti Íslandsbanki til sín 42% hlut með veðkalli í morgun og á því 47% í félaginu nú.

Verðmæti 42% hlutarins er því 1,9 milljarðar kr. samkvæmt framangreindu gengi.

Hlutir í Icelandair Group hafa fallið um 66% í verði frá áramótum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×