Viðskipti innlent

Fyrrverandi starfsmenn gera 7,4 milljarða króna kröfu

Glitnir. Mynd/ Valgarður.
Glitnir. Mynd/ Valgarður.

Fyrrverandi starfsmenn Glitnis gera samtals 7,4 milljarða króna kröfu í þrotabú bankans. Þetta kemur fram í kröfuskránni sem fréttastofa hefur undir höndum.

Langstærst er krafa eftirlaunasjóðs starfsmanna Glitnis banka, en hún nemur 5,7 milljörðum. Samtals gera 175 fyrrverandi starfsmenn kröfu í þrotabúið. Í fréttatilkynningu frá slitastjórn bankans segir að hlutfallslega fáar launakröfur séu gerðar við slitameðferð bankans, þar sem flestir almennir starfsmenn hafi þegar fengið greitt.

Slitastjórnin hefur ákveðið að hafna sem forgangskröfum launakröfum fyrrverandi framkvæmdastjórnar Glitnis. Auk þess hefur kröfum um kaupauka og bónusa verið hafnað.






Tengdar fréttir

Birna gerir 12,5 milljóna kröfu í þrotabú Glitnis

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, er ein af fjölmörgum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis sem gerir kröfu í þrotabú bankans. Samkvæmt kröfuhafalista Glitnis sem fréttastofa hefur undir höndum nema kröfur Birnu rétt tæpum 12,5 milljónum króna.

Landsbankinn með hæstu kröfurnar í Glitni

Landsbankinn gerir hæstu kröfurnar í Glitni af innlendum aðilum eða samtals tæplega 140 milljarða kr. Hinsvegar á Glitnir í Lúixemborg stærstu einstöku kröfuna en hún hljóðar upp á 126,4 milljarða kr.

Félag í eigu Bjarna krefst 130 milljóna úr búi Glitnis

Sjávarsýn ehf., félag í eigu Bjarna Ármannssonar, gerir 129,5 milljóna króna kröfu í þrotabú Glitnis. Þetta kemur fram í kröfuskrá bankans sem birt var kröfuhöfum í nótt. Krafan fellur undir almennar kröfur. Bjarni var bankastjóri Glitnis til ársins 2007.

Tæplega 8.700 kröfum lýst í þrotabú Glitnis

Allir sem sátu í framkvæmdastjórn Glitnis, fram að gjaldþroti bankans fyrir rúmu ári, gera kröfur í þrotabú hans en tæplega 8.700 kröfum var lýst í búið, samkvæmt tilkynningu frá Slitastjórn Glitnis í gærkvöldi.

Bjarni krefst samtals 210 milljóna úr þrotabúi Glitnis

Bjarni Ármannsson krefst samtals 210 milljóna króna úr þrotabúi Glitnis banka, samkvæmt kröfuhafalista bankans sem fréttastofa hefur undir höndum. Kröfuna gerir Bjarni í gegnum tvö félög sín, 130 milljónir í gegnum Sjávarsýn ehf. og 80 milljónir í gegnum Landsýn ehf. Kröfurnar eru tilkomnar vegna skuldabréfa.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×