Íslenski boltinn

Tryggvi: Alltaf gaman að spila í Eyjum

Ellert Scheving skrifar
Tryggvi Guðmundsson.
Tryggvi Guðmundsson. Mynd/Valli

“Það er alltaf gaman að koma til Vestmannaeyja og spila leik, maður á góðar minningar héðan svo þetta er bara gaman og Hásteinsvöllur alltaf frábær,” sagði Tryggvi Guðmundsson glaður í bragði eftir leikinn í kvöld.

“Í kvöld lögðum við upp með að spila okkar leik og það er auðvitað bullandi sjálfstraust í liðinu. Komum því hingað til að spila okkar leik, mæta þeim ofarlega á vellinum og taka þrjú stig."

Tryggvi vildi hins vegar lítið tjá sig um það hvort hann yrði  í byrjunarliði í næsta leik.

“Það þýðir ekkert að spyrja mig að því sem þjálfarar einir geta svarað,” sagði Tryggvi léttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×