Viðskipti innlent

Nýja Kaupþing og skilanefnd SPRON semja um útlán

Nýja Kaupþing og skilanefnd SPRON hafa gert með sér þjónustusamning vegna útlána fyrrum viðskiptavina SPRON. Það skal áréttað að útlánin eru í eigu skilanefndar SPRON en Nýja Kaupþing sér um að þjónusta þau.

Í tilkynningu segir að samningurinn felur í sér að Nýja Kaupþing kemur til með að þjónusta öll útlán til einstaklinga og fyrirtækja s.s. húsnæðislán, skuldabréf, erlend lán, víxla, rekstrarlán o.fl. sem tilheyrðu SPRON.

Þá felur hann í sér alla almenna útlánavinnslu s.s. samskipti við skuldara, breytingar á lánaskjölum, breytingar á greiðslufyrirkomulagi, framlengingu lána og úrvinnsla lána sem komin eru í vanskil.

Á fjórða tug fyrrum starfsmanna SPRON hefur verið ráðinn til Nýja Kaupþings undanfarnar vikur vegna breytinganna og til stendur að ráða fleiri. Flestir starfsmennirnir starfa í afgreiðslum og útibúum bankans.

Búast má við auknu álagi í útibúum bankans og vonumst við til að viðskiptavinir okkar sýni því skilning, segir í tilkynningunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×