Innlent

Bílstjórar minnast þeirra sem létust í bílslysinu við Arnarnesbrú

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nokkrir bílstjórar hafa ákveðið að minnast þeirra þriggja manna sem létust í bílslysi á Hafnarfjarðarvegi við Arnarneshæð þann 18. desember síðastliðinn. Leigubílstjórar munu aka hring um Hafnarfjörðinn til að minnast mannana.

Ætlunin er að hittast fyrir utan Skeljung á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði klukkan hálfátta annað kvöld og verður lagt af stað í ökuferðina hálftíma síðar. Ekið verður að slysstað og munu bílstjórarnir staldra þar við og kveikja á kertum og einnig hafa einnar mínútu þögn til að minnast þeirra og votta þeim virðingu.

Bílstjórarnir hvetja alla til að taka þátt í þessari keyrslu og votta aðstandendum þannig samúð sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×